Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

End­ur­nýj­un sam­starfs­samn­inga við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög í Mos­fells­bæ.

Mos­fells­bær hef­ur unn­ið að end­ur­nýj­un sam­starfs­samn­inga við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög í Mos­fells­bæ í sam­starfi við fé­lög­in á síð­ustu mán­uð­um.

Á fundi bæj­ar­ráðs þann 7. júní var bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar heim­ilað að und­ir­rita samn­inga við þau íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög sem hafa lýst yfir vilja til und­ir­rit­un­ar þeirra.

Samn­ing­arn­ir byggja að stofni til á fyrri samn­ing­um sem gerð­ir voru árið 2013. Við und­ir­bún­ing þeirra var m.a. tek­ið mið af reynslu síð­ustu ára, áhersl­um Mos­fells­bæj­ar og ósk­um fé­lag­anna. Fé­lög­in munu líkt og áður gera grein fyr­ir ráð­stöf­un fjár­muna með reglu­leg­um fram­vindu­skýrsl­um til fræðslu- og frí­stunda­sviðs og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

Á síð­ustu dög­um hafa ver­ið und­ir­rit­að­ir samn­ing­ar við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð, Skáta­fé­lag­ið Mosverja, Björg­un­ar­sveit­ina Kynd­il, Mó­tómos, Íþrótta­fé­lag­ið Ösp, Skíða­deild KR og Golf­klúbb Mos­fells­bæj­ar.

Íbúa­fjölg­un hef­ur áhrif

„Það er mjög ánægju­legt að þess­ari vinnu sé nú að mestu lok­ið og okk­ar mat er að samn­ing­arn­ir séu til þess falln­ir að efla og styrkja enn frek­ar starf­semi fé­lag­anna og þar með Mos­fells­bæj­ar á sviði íþrótta- og tóm­stunda­mála,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar. Vinnu­brögð við samn­inga­gerð­ina eru í sí­felldri þró­un og nú er til dæm­is með skýr­ari hætti en áður gert ráð fyr­ir áhrif­um íbúa­fjölg­un­ar á fjölda ið­k­enda. Samn­inga­gerð­in bygg­ir ann­ars veg­ar á sam­vinnu og trausti og hins veg­ar góðri vinnu við að leiða fram nið­ur­stöðu sem er far­sæl fyr­ir alla að­ila.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00