Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Samn­ing­arn­ir gilda frá ár­inu 2022 til árs­ins 2024.

Mos­fells­bær hef­ur unn­ið að end­ur­nýj­un sam­starfs­samn­inga við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög í Mos­fells­bæ í sam­starfi við fé­lög­in á síð­ustu vik­um. Markmið samn­ing­anna er að tryggja öfl­ugt og fjöl­breytt íþrótta- og tóm­stund­ast­arf í Mos­fells­bæ. Sam­starfs­samn­ing­ar við fé­lög hafa ver­ið gerð­ir frá ár­inu 2014 og eru mik­ill stuðn­ing­ur við starf­semi íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga.

Á fundi bæj­ar­ráðs þann 31. mars var bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar heim­ilað að und­ir­rita samn­inga við íþrótta- og tóm­stunda­fé­lög. Fjár­fram­lög í samn­ing­um taka með­al ann­ars til barna- og ung­lingastarfs, til al­menns rekst­urs, til sum­arstarfa og til af­reks­starf­semi og af­reks­þjálf­un­ar. Fé­lög sem eiga eig­ið hús­næði fá fram­lög vegna af­nota af eig­in mann­virkj­um til barna- og ung­menn­astarfs.

Samn­ing­arn­ir byggja að stofni til á fyrri samn­ing­um sem gerð­ir voru árið 2018. Við und­ir­bún­ing þeirra var m.a. tek­ið mið af reynslu síð­ustu ára, áhersl­um Mos­fells­bæj­ar og mati á ósk­um fé­lag­anna. Dæmi eru um aukin fram­lög þar sem Mos­fells­bær fel­ur fé­lög­um ný verk­efni eða tek­ur þátt í verk­efn­um með öðr­um hætti. Þann­ig er sam­ið við Aft­ur­eld­ingu um auk­ið fjár­magn í al­menn­an rekst­ur, til af­reks­starfs­ins og til barna- og ung­lingastarfs. Þá er sam­ið um auk­ið fjár­magn til fara af stað með til­rauna­verk­efni um fé­lags­hest­hús hjá Hesta­manna­fé­lag­inu Herði með það að mark­miði að styrkja ungt fólk til að taka sín fyrstu skref í hesta­mennsku.

Fé­lög­un­um ber eins og áður gera grein fyr­ir ráð­stöf­un fjár­muna með fram­vindu­skýrsl­um til fræðslu- og frí­stunda­sviðs og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar. Þá er það skil­yrði fyr­ir fjár­veit­ing­um til íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga er að þau setji sér siða­regl­ur, við­bragðs- og að­gerðaráætlun í tengsl­um við þær og fræði starfs­fólk um kyn­ferð­is­legt áreiti/of­beldi og hvers kon­ar ann­að of­beldi.

„Það er frá­bært að þess­ari vinnu sé lok­ið og okk­ar mat er að samn­ing­arn­ir séu til þess falln­ir að efla og þróa áfram starf­semi fé­lag­anna og þar með Mos­fells­bæj­ar á sviði íþrótta- og tóm­stunda­mála. Samn­inga­gerð­in bygg­ir nú eins og endra­nær á þéttri sam­vinnu og sam­tali milli Mos­fells­bæj­ar og fé­lag­anna til að leiða fram nið­ur­stöðu sem er til þess fallin að styrkja íþrótta og tóm­stund­ast­arf í bæn­um okk­ar.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Samn­ing­arn­ir voru und­ir­rit­að­ir við há­tíð­lega at­höfn í Hlé­garði þriðju­dag­inn 5. apríl og var mynd­in tekin við það til­efni.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00