Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. maí 2020

Sam­ræmd til­laga sveit­ar­fé­lag­anna í Krag­an­um um frest­un fast­eigna­skatta og fast­eigna­gjalda á eig­end­ur íbúða- og at­vinnu­hús­næð­is.

Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að gjald­dög­um árs­ins verði fjölgað eða frestað á ár­inu, (eft­ir því sem við á í hverju sveit­ar­fé­lagi), til að létta mán­að­ar­lega greiðslu­byrði íbúa og at­vinnu­lífs. Eft­ir­stöðv­um ógjald­fall­inna fast­eigna­skatta og fast­eigna­gjalda árs­ins, sbr. vatns­veitu, hol­ræs­is- og sorp­hirðu­gjalda, fyr­ir íbúða- og at­vinnu­hús­næði verði dreift eða frestað á tíma­bil­inu frá apríl/maí fram í des­em­ber. Þetta er gert til þess að létta und­ir með þeim að­il­um sem nú þeg­ar hafa fund­ið fyr­ir eða munu finna fyr­ir tekju­falli vegna þeirra efna­hags­að­stæðna sem nú ríkja.

Sam­kvæmt til­lög­unni geta eig­end­ur at­vinnu­hús­næð­is sem hafa orð­ið fyr­ir veru­legu tekjutapi sótt um frest­un allt að þriggja gjald­daga fast­eigna­skatta og fast­eigna­gjalda sem fær­ast þá á fyrstu mán­uði árs­ins 2021. Með veru­legu tekjutapi er átt við að minnsta kosti 25% tekju­falli milli sömu mán­aða á ár­un­um 2019 og 2020.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00