Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. október 2023

Í dag, fimmtu­dag­inn 5. októ­ber, fund­aði bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar með þing­mönn­um suð­vest­ur­kjör­dæm­is.

Fund­ur­inn er lið­ur í kjör­dæma­dög­um Al­þing­is en þá fara þing­menn út í kjör­dæmi sín og hitta sveita­stjórn­ar­fólk o.fl.

Halla Karen Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs bauð þing­menn vel­komna til fund­ar­ins sem hald­inn var á veit­inga­staðn­um Blik í Mos­fells­bæ. Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri kynnti fjöl­breytt tæki­færi og áskor­an­ir sem Mos­fells­bær stend­ur frammi fyr­ir sem og önn­ur sveit­ar­fé­lög. Þar á með­al var rætt um Sunda­braut, sam­göngusátt­mál­ann, mál­efni fatl­aðs fólks, Reykjalund, úr­gangs­mál og orku­skipti.

Að lok­inni kynn­ingu bæj­ar­stjóra fóru fram um­ræð­ur bæj­ar­full­trúa og þing­manna.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00