Í dag, fimmtudaginn 5. október, fundaði bæjarstjórn Mosfellsbæjar með þingmönnum suðvesturkjördæmis.
Fundurinn er liður í kjördæmadögum Alþingis en þá fara þingmenn út í kjördæmi sín og hitta sveitastjórnarfólk o.fl.
Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs bauð þingmenn velkomna til fundarins sem haldinn var á veitingastaðnum Blik í Mosfellsbæ. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri kynnti fjölbreytt tækifæri og áskoranir sem Mosfellsbær stendur frammi fyrir sem og önnur sveitarfélög. Þar á meðal var rætt um Sundabraut, samgöngusáttmálann, málefni fatlaðs fólks, Reykjalund, úrgangsmál og orkuskipti.
Að lokinni kynningu bæjarstjóra fóru fram umræður bæjarfulltrúa og þingmanna.