Í dag, fimmtudaginn 5. október, fundaði bæjarstjórn Mosfellsbæjar með þingmönnum suðvesturkjördæmis.
Fundurinn er liður í kjördæmadögum Alþingis en þá fara þingmenn út í kjördæmi sín og hitta sveitastjórnarfólk o.fl.
Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs bauð þingmenn velkomna til fundarins sem haldinn var á veitingastaðnum Blik í Mosfellsbæ. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri kynnti fjölbreytt tækifæri og áskoranir sem Mosfellsbær stendur frammi fyrir sem og önnur sveitarfélög. Þar á meðal var rætt um Sundabraut, samgöngusáttmálann, málefni fatlaðs fólks, Reykjalund, úrgangsmál og orkuskipti.
Að lokinni kynningu bæjarstjóra fóru fram umræður bæjarfulltrúa og þingmanna.
Tengt efni
Eldhúsið á Reykjakoti endurnýjað
Í síðustu viku var undirritaður samningur á milli Mosfellsbæjar og fyrirtækisins Mineral ehf um endurnýjun á húsnæði eldhúss leikskólans Reykjakots.
Upplýst samfélag - Alþjóðadagur fatlaðs fólks 3. desember
Á Alþjóðadegi fatlaðs fólks 3. desember ár hvert er kastljósinu beint að baráttu fatlaðs fólks og mikilvægu framlagi þess í samfélaginu.
Hinsegin fræðsla fyrir starfsfólk bæjarskrifstofu
Starfsfólki bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar var boðið upp á erindi frá Samtökunum ’78 sem bar yfirskriftina Hinsegin 101.