Í dag, fimmtudaginn 5. október, fundaði bæjarstjórn Mosfellsbæjar með þingmönnum suðvesturkjördæmis.
Fundurinn er liður í kjördæmadögum Alþingis en þá fara þingmenn út í kjördæmi sín og hitta sveitastjórnarfólk o.fl.
Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs bauð þingmenn velkomna til fundarins sem haldinn var á veitingastaðnum Blik í Mosfellsbæ. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri kynnti fjölbreytt tækifæri og áskoranir sem Mosfellsbær stendur frammi fyrir sem og önnur sveitarfélög. Þar á meðal var rætt um Sundabraut, samgöngusáttmálann, málefni fatlaðs fólks, Reykjalund, úrgangsmál og orkuskipti.
Að lokinni kynningu bæjarstjóra fóru fram umræður bæjarfulltrúa og þingmanna.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025