Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. október 2022

    Föstu­dag­inn 7. októ­ber sl. fund­uðu bæj­ar­full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar og þing­menn Suð­vest­ur­kjör­dæm­is.

    Fund­ur­inn er lið­ur í kjör­dæma­dög­um Al­þing­is og á fund­in­um var far­ið yfir mik­il­væg hags­muna­mál Mos­fell­inga.

    Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar bauð þing­menn vel­komna til fund­ar­ins sem var hald­inn í Helga­felli, fund­ar­sal bæj­ar­stjórn­ar í Kjarna. Á fund­in­um var rætt um mik­il­vægi Sunda­braut­ar fyr­ir Mos­fells­bæ, upp­bygg­ing Blikastaðalands, starf­semi Skála­túns og þjón­ustu við fólk með fötlun og loks var rætt um Álfsnes og urð­un sorps. Allt eru þetta mik­il­væg úr­lausn­ar­efni sem varða Mos­fells­bæ, ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in, þjón­ustu við íbúa og loks um­hverf­is­málin í sínu víð­asta sam­hengi.

    Að lok­inni kynn­ingu bæj­ar­stjóra fóru fram um­ræð­ur bæj­ar­full­trúa og þing­manna.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00