Föstudaginn 7. október sl. funduðu bæjarfulltrúar Mosfellsbæjar og þingmenn Suðvesturkjördæmis. Fundurinn er liður í kjördæmadögum Alþingis og á fundinum var farið yfir mikilvæg hagsmunamál Mosfellinga.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar bauð þingmenn velkomna til fundarins sem var haldinn í Helgafelli, fundarsal bæjarstjórnar í Kjarna. Á fundinum var rætt um mikilvægi Sundabrautar fyrir Mosfellsbæ, uppbygging Blikastaðalands, starfsemi Skálatúns og þjónustu við fólk með fötlun og loks var rætt um Álfsnes og urðun sorps. Allt eru þetta mikilvæg úrlausnarefni sem varða Mosfellsbæ, nágrannasveitarfélögin, þjónustu við íbúa og loks umhverfismálin í sínu víðasta samhengi.
Að lokinni kynningu bæjarstjóra fóru fram umræður bæjarfulltrúa og þingmanna.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025