Samningur um innri frágang og innréttingar við íþróttahús sem tilheyrir Helgafellsskóla hefur verið undirritaður við fyrirtækið Land og verk ehf.
Um er að ræða síðasta áfanga í uppbyggingu íþróttahúss skólans. Byggingin er alls um 1.000 m2 sem skiptist í 600 m2 íþróttasal og 250 m2 búningsklefasvæði og þrjú rými aðliggjandi íþróttasal sem alls eru 150 m2.
Tilboðsfrestur vegna útboðs í verkið rann út þann 14. mars síðastliðinn og voru þrír aðilar sem sendu inn tilboð, Land og verk ehf., E. Sigurðsson ehf. og Stéttafélagið ehf. Kostnaðaráætlun var 292.800.509 kr. en lægsta tilboð var upp á 312.861.865 kr. og kom frá fyrirtækinu Land og Verk ehf.
Á myndinni eru:
Efri röð:
Illugi Þór Gunnarsson verkefnastjóri hjá Eignasjóði
Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs
Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri Helgafellsskóla
Marvin ingi Einarsson verkefnastjóri Land og Verk
Hafþór Sigtryggson deildarstjóri framkvæmdasviðs Land og Verk
Neðri röð:
Berglind Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Land og Verk
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Mynd: Alexía Guðjónsdóttir