Þann 31. október var undirritaður samningur milli Menntamálastofnunar og Mosfellsbæjar um samstarf og samvinnu um að efla, málfærni, málþroska og læsi leikskólabarna í Mosfellsbæ.
Í samningnum felst meðal annars að leikskólarnir muni leggja áherslu á snemmtæka íhlutun varðandi málfærni, málþroska og læsi og í samræmi við áherslur sem settar voru fram í Þjóðarsáttmála um læsi 2015.
Undirbúningur fyrir frekara lestrarnám
Markmið verkefnisins er að öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar nái góðum árangri hvað varðar mál, tal og boðskipti og undirbúning fyrir frekara lestrarnám.
Lögð verður áhersla á að auka þekkingu og færni starfsfólks leikskólanna við að veita kennslu við hæfi og snemmtæka íhlutun þegar við á. Einnig er stefnt að því að auka samfellu milli skólastiga þannig að kennsla í grunnskólum geti byggt á niðurstöðum og áherslum frá leikskólum. Þá verður lögð á það áhersla að kynna verkefnið vel fyrir foreldrum með kynningum og fræðslufundi.
Áhugasömum foreldrum er bent á að á vef Menntamálastofnunar er mikið af fróðleik og alls konar ítarefni um eflingu málfærni og málþroska leikskólabarna.
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.