Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. nóvember 2018

Þann 31. októ­ber var und­ir­rit­að­ur samn­ing­ur milli Mennta­mála­stofn­un­ar og Mos­fells­bæj­ar um sam­st­arf og sam­vinnu um að efla, mál­færni, mál­þroska og læsi leik­skóla­barna í Mos­fells­bæ.

Í samn­ingn­um felst með­al ann­ars að leik­skól­arn­ir muni leggja áherslu á snemm­tæka íhlut­un varð­andi mál­færni, mál­þroska og læsi og í sam­ræmi við áhersl­ur sem sett­ar voru fram í Þjóð­arsátt­mála um læsi 2015.

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir frek­ara lestr­ar­nám

Markmið verk­efn­is­ins er að öll börn í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar nái góð­um ár­angri hvað varð­ar mál, tal og boð­skipti og und­ir­bún­ing fyr­ir frek­ara lestr­ar­nám.

Lögð verð­ur áhersla á að auka þekk­ingu og færni starfs­fólks leik­skól­anna við að veita kennslu við hæfi og snemm­tæka íhlut­un þeg­ar við á. Einn­ig er stefnt að því að auka sam­fellu milli skóla­stiga þann­ig að kennsla í grunn­skól­um geti byggt á nið­ur­stöð­um og áhersl­um frá leik­skól­um. Þá verð­ur lögð á það áhersla að kynna verk­efn­ið vel fyr­ir for­eldr­um með kynn­ing­um og fræðslufundi.

Áhuga­söm­um for­eldr­um er bent á að á vef Mennta­mála­stofn­un­ar er mik­ið af fróð­leik og alls kon­ar ít­ar­efni um efl­ingu mál­færni og mál­þroska leik­skóla­barna.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00