Í dag var skrifað undir samninga um glugga og innréttingar í Kvíslarskóla og nemur upphæðin samtals um 450 mkr.
Um er að ræða endurinnréttingu fyrstu hæðar skólans sem verður í höndum E. Sigurðsson ehf. sem var lægstbjóðandi í verkið og felur meðal annars í sér endurnýjun á bæði almennum kennslustofum og þeim sem ætlaðar eru fyrir sérkennslu, geymslum og aðstöðu fyrir starfsfólk mötuneytis. Þá verður loftræstikerfi hæðarinnar endurnýjað og áhersla lögð á góða hljóðvist.
Samningur var einnig undirritaður við fyrirtækið Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. sem var lægstbjóðandi um endurnýjun glugga á báðum hæðum Kvíslarskóla. Gluggar á fyrstu hæð verða síkkaðir og felur verkið einnig í sér endurnýjun á dyrum og neyðarútgöngum á annarri hæð.
Verkefnin hefjast strax og er gert ráð fyrir verklokum í október samkvæmt verkáætlunum.
Tengt efni
Vinna við fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum er hafin
Skipulagsnefnd hefur samþykki að heimila skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar að hefja undirbúning vinnu við mótun fyrsta áfanga deiliskipulags íbúðarbyggðar að Blikastöðum.
Verksamningur um bætt umferðaröryggi við Reykjaveg undirritaður
Jarðval sf. var lægstbjóðandi í verk sem snýr að umferðaröryggi frá Bjargsvegi inn að Reykjum og hefur verksamningur verið undirritaður.
Undirritun verksamninga um nýtt gervigrasyfirborð og vökvunarkerfi að Varmá
Verksamningar hafa verið undirritaðir við Metatron ehf, sem var lægstbjóðandi, um nýtt gervigrasyfirborð og vökvunarkerfi á Varmárvelli.