Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. nóvember 2020

Skól­ar og íþrótta­fé­lög skipu­leggja sitt fyr­ir­komulag til að fara eft­ir fyr­ir­mæl­um yf­ir­valda um tak­mark­an­ir á skólastarfi og sam­kom­um, þ.m.t. fjölda­tak­mörk­un­um, rým­um og grímu­notk­un.

Það er mik­il­vægt að for­ráða­menn barna dragi á sama tíma úr fjölda ein­stak­linga í tengslaneti barna sinna utan skóla­tíma til að vinna ekki gegn þess­um ráð­stöf­un­um.

Gott er að hafa eft­ir­far­andi í huga:

  • Skóla­fé­lag­ar sem ekki eru í sama hópi í skóla­starf­inu ættu ekki að vera í ná­vígi utan skóla.
  • Hafi börn­in þroska til að fara eft­ir leið­bein­ing­um sem snúa að minni snert­ingu við vini er ekki úti­lokað að þau geti hist í leikj­um. Leik­irn­ir mega ekki fela í sér beina snert­ingu, notk­un á sam­eig­in­leg­um leik­föng­um eða bún­aði sem snert­ur er með ber­um hönd­um.
  • Börn og ung­menni ættu ávallt að þvo sér vel um hend­ur bæði áður en þau hitta fé­laga sína og eft­ir að þau koma heim.
  • Fjöl­skyld­ur ættu að hafa í huga að ef börn­in um­gang­ast mik­ið vini eða frænd­systkini úr öðr­um skól­um eða skóla­hóp­um þá verð­ur til teng­ing milli hópa sem ann­ars væru að­skild­ir. Slíkt ætti að forð­ast eins og kost­ur er.
  • Fjöl­skyld­ur eru hvatt­ar til að nýta sér tækn­ina til að halda góð­um tengsl­um við ást­vini sem eru í áhættu­hóp­um vegna COVID-19 sýk­inga, eldra fólk og fólk með ákveðna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma.
  • Einn­ig væri hægt að nota tæki­fær­ið að kenna börn­un­um að skrifa sendi­bréf og æfa í leið­inni skrift, staf­setn­ingu, virkja ímynd­un­ar­afl­ið og hugsa í lausn­um þeg­ar kem­ur að sam­skipt­um við ást­vini okk­ar.

Varð­andi heim­ili með börn þar sem sum­ir eru í sótt­kví en að­r­ir ekki:

  • Ef börn­in hafa ekki þroska eða getu til að virða þær ráð­staf­an­ir sem eru for­senda þess að hluti heim­il­is­fólks geti ver­ið í sótt­kví, þarf allt heim­il­ið að fara í sótt­kví eða þeir sem ekki eru í sótt­kví að fara ann­að um leið og sótt­kví kem­ur til. Mögu­lega gæti ann­að for­eldr­ið ver­ið í sótt­kví með barni en hitt for­eldr­ið hald­ið fjar­lægð. For­eldri með barni í sótt­kví þarf ekki að vera skráð í sótt­kví og þarf ekki að fara í skimun til að stytta sótt­kví í 7 daga úr 14 dög­um. Það er nóg að barn­ið sé skráð í sótt­kví og fari í sýna­töku. Þetta á t.d. við leik­skóla­börn í sótt­kví.
  • Börn sem hafa þroska og getu til að sinna eig­in hrein­læti (t.d. sér sal­erni) og halda við­eig­andi fjar­lægð við for­eldra (eða aðra) sem eru í sótt­kví og eins við skóla­fé­laga geta áfram sinnt námi í skóla. T.d. ef for­eldri er í sótt­kví gæti leik­skóla­barn þurft að vera líka í sótt­kví en eldra systkini ekki.
  • For­eldr­ar stálp­aðra barna í sótt­kví eft­ir út­setn­ingu í skóla eða tóm­stund­um sem geta hald­ið við­eig­andi fjar­lægð frá börn­un­um með­an á sótt­kví stend­ur geta sinnt áfram vinnu á vinnustað ef fjar­vinna er ekki mögu­leg.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00