Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. júní 2024

Mos­fells­bær og Garða­bær fóru í sam­eig­in­legt út­boð vegna sorp­hirðu og voru samn­ing­ar und­ir­rit­að­ir á þriðju­dag við Ís­lenska gáma­fé­lag­ið og Terra um­hverf­is­þjón­ustu.

Samn­ing­arn­ir við Ís­lenska gáma­fé­lag­ið eru ann­ars veg­ar fyr­ir sorp­hirðu á líf­rænu og al­mennu sorpi og hins veg­ar fyr­ir hirð­ingu á papp­ír og plasti og voru það Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri og Jón Þór­ir Frantz­son for­stjóri Ís­lenska gáma­fé­lags­ins sem und­ir­rit­uðu samn­ing­inn. Gild­is­tím­inn er í fimm ár með fram­leng­ing­ar­á­kvæði um eitt ár í þrjú skipti.

Þá var und­ir­rit­að­ur samn­ing­ur vegna sorp­hirðu djúp­gáma við Terra um­hverf­is­þjón­ustu og voru það bæj­ar­stjóri fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar og Val­geir S. Bald­urs­son fyr­ir hönd Terra. Gild­is­tími þess samn­ings er tvö ár með fram­leng­ing­ar­á­kvæði um eitt ár í senn í þrjú skipti.

„Við erum mjög ánægð með þessa samn­inga sem eru afar hag­stæð­ir fyr­ir sveit­ar­fé­lag­ið,“ sagði Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri en upp­hæð­ir samn­ing­anna við Ís­lenska gáma­fé­lag­ið ehf. námu um 80% af kostn­að­ar­áætlun og samn­ing­ur­inn við Terra tæp­lega 70%.

Heild­ar­fjár­hæð­ir fyr­ir samn­ing við Ís­lenska gáma­fé­lag­ið (5 ár) – Bland­að­ur úr­gang­ur og mat­ar­leif­ar er 362.593.485 kr. með vsk. og papp­ír og plast er 298.866.867 kr. með vsk. Samn­ing­ur við Terra (2 ár) – Djúp­gám­ar er 15.044.176 kr með vsk.


Efri mynd: Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Jón Þór­ir Frantz­son for­stjóri Ís­lenska gáma­fé­lags­ins og Alm­ar Guð­munds­son bæj­ar­stjóri Garða­bæj­ar.

Neðri mynd: Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar og Val­geir Bald­urs­son for­stjóri Terra.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00