Þann 3. apríl 2023 var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning.
Markaðsstofan er áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og eru stofnaðilar Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. Markaðsstofan er vettvangur til að markaðssetja og þróa áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild og ná þannig betri árangri. Fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er Sævar Birgisson bæjarfulltrúi.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður SSH:
„Með stofnun Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er stigið mikilvægt skref í að tryggja samræmdar aðgerðir sem tengjast ferðaþjónustu á sviði markaðsmála og þróun áfangastaða á öllu höfuðborgarsvæðinu. Ég tel að þetta skapi mjög góð tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila í Mosfellsbæ sem og þetta verði íbúum og ferðaþjónustuaðilum á öllu höfuðborgarsvæðinu til heilla“.
Tengt efni
Vígsla á nýjum búnaði í Bláfjöllum
Um helgina fór fram vígsla á tveimur nýjum stólalyftum sem ganga undir nöfnunum Drottning og Gosi og fyrsta áfanga af snjóframleiðslukerfi í Bláfjöllum.
Sameiginleg loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið formlega undirrituð
Stefnt skal að kolefnishlutleysi árið 2035.
Nýjar lyftur í Bláfjöllum
Þrátt fyrir að lítill snjór sé í fjöllunum eins og er er búið að opna í Bláfjöllum.