Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ hefur gefið út aldarsögu sína en félagið var stofnað 11. apríl árið 1909.
Það hefur starfað óslitið síðan og er meðal elstu ungmennafélaga landsins.
Fyrstu áratugina var starfið innan Aftureldingar geysilega fjölbreytt og fengust félagsmenn jafnt við íþróttir, leiklist, blaðaútgáfu og kórsöng, svo nokkur dæmi séu tekin. Um langt skeið gaf félagið út handskrifað blað, sem hét Dagrenningur, og er saga félagsins nefnd eftir því.
Á síðari hluta 20. aldar breyttist UMFA í hreinræktað íþróttafélag sem starfar nú á dögum í tíu félagsdeildum og er Afturelding burðarás íþróttastarfs í Mosfellsbæ.
Í bókinni er gerð rækileg grein fyrir þessari merku sögu í máli og myndum á tæplega 400 blaðsíðum. Höfundar Dagrennings eru Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson en bókin er til sölu í skrifstofu Aftureldingar í Íþróttamiðstöðinni að Varmá og í þjónustuveri Mosfellsbæjar í Kjarna.
Tengt efni
Mosfellingur tvöfaldur heimsmeistari
Benedikt Ólafsson 19 ára Mosfellingur var valinn úr stórum hópi Landsliðs Íslands í hestaíþróttum til að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi í sumar.
Borðtennisfélag Mosfellsbæjar kynnt á bæjarhátíð
Nýstofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar stóð fyrir opnu húsi í gær þann 24. ágúst 2023 sem hluta af dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar Íslandsmeistari golfklúbba
Kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar tóku þátt í Íslandsmóti Gólfklúbba um síðastliðna helgi, liðin stóðu sig stórkostlega og urðu bæði Íslandsmeistarar.