Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. desember 2009

Ung­menna­fé­lag­ið Aft­ur­eld­ing í Mos­fells­bæ hef­ur gef­ið út ald­ar­sögu sína en fé­lag­ið var stofn­að 11. apríl árið 1909.

Það hef­ur starfað óslit­ið síð­an og er með­al elstu ung­menna­fé­laga lands­ins.

Fyrstu ára­tug­ina var starf­ið inn­an Aft­ur­eld­ing­ar geysi­lega fjöl­breytt og feng­ust fé­lags­menn jafnt við íþrótt­ir, leik­list, blaða­út­gáfu og kór­söng, svo nokk­ur dæmi séu tekin. Um langt skeið gaf fé­lag­ið út handskrif­að blað, sem hét Dagrenn­ing­ur, og er saga fé­lags­ins nefnd eft­ir því.

Á síð­ari hluta 20. ald­ar breytt­ist UMFA í hrein­ræktað íþrótta­fé­lag sem starf­ar nú á dög­um í tíu fé­lags­deild­um og er Aft­ur­eld­ing burða­rás íþrótt­astarfs í Mos­fells­bæ.

Í bók­inni er gerð ræki­leg grein fyr­ir þess­ari merku sögu í máli og mynd­um á tæp­lega 400 blað­síð­um. Höf­und­ar Dagrenn­ings eru Bjarki Bjarna­son og Magnús Guð­munds­son en bókin er til sölu í skrif­stofu Aft­ur­eld­ing­ar í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá og í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar í Kjarna.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00