Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. janúar 2018

Ár­leg glæsi­leg fjög­urra daga Vetr­ar­há­tíð fer fram dag­ana 1. til 4. fe­brú­ar nk. með þátt­töku allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Þessi há­tíð ljóss og myrk­urs sam­st­end­ur af fjór­um meg­in­stoð­um: Safn­anótt, Sund­laug­anótt, Snjófögn­uði og ljósal­ist ásamt yfir 150 við­burð­um þar sem fjöldi lista­manna tek­ur þátt í að skapa ein­staka stemn­ingu í borg­inni.

All­ir þess­ir við­burð­ir eru ókeyp­is auk þess sem frítt er fyr­ir börn yngri en 16 ára á Snjófögn­uð­inn í Bláfjöll­um.

Safn­anótt í Mos­fells­bæ

Á Safn­anótt, föstu­dag­inn 2. fe­brú­ar, verð­ur opið hús og fjöl­breytt dagskrá frá kl. 18-23 í Bóka­safni, Lista­safni og Hér­aðs­skjala­safni Mos­fells­bæj­ar.

Spurn­ing­ar­keppni og rat­leik­ur þar sem all­ir geta tek­ið þátt, stór­ir sem smá­ir. Mynd­lista­sýn­ing­in „Und­ir“ í Lista­sal, fjöl­skyldujóga. Drauga­hús og upp­lest­ur á barna­deild Bóka­safns­ins. Kaffi­húsa­stemmn­ing og létt­ar veit­ing­ar und­ir ljúfri tónlist og kerta­ljósi. Opið hús verð­ur í Hér­aðs­skjala­safni Mos­fells­bæj­ar og má þar marg fróð­legt sá um sögu Mos­fells­bæj­ar.

  • Tíma­setn­ing: 2.2.2018 kl. 18:00-23:00
  • Stað­setn­ing: Bóka­safn, Lista­safn og Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar
  • Heim­il­is­fang: Þver­holt 2, 270 Mos­fells­bær

Sund­laug­anótt í Mos­fells­bæ

Laug­ar­dags­kvöld­ið 3. fe­brú­ar verð­ur hald­in veg­leg há­tíð í Lága­fells­laug und­ir heit­inu Sund­laug­anótt.

Boð­ið er frítt í Lága­fells­laug frá kl. 18 – 22. Í boði er frá­bær skemmt­un fyr­ir fjöl­skyld­una og kjör­ið að eiga sam­an nota­lega kvöldstund í sundi. Boð­ið verð­ur upp á Agua Zumba, tónlist, dans, gusug­ang, fjör og gleði. Vin­ir okk­ar úr leik­hópn­um Lottu kíkja í heim­sókn og halda uppi söng og gleði og skemmti­leg­um æf­ing­um á sund­laug­ar­bakk­an­um. Stans­laus tónlist und­ir stjórn DJ Bald­urs. Blaðr­ar­inn gleð­ur börn­in með blöðr­um. Pyls­ur og safi fyr­ir 250 kr. og ís í boði Em­mess.

  • Tíma­setn­ing: 3.2.2018 kl. 18:00-22:00
    Stað­setn­ing: Lága­fells­laug
    Heim­il­is­fang: Lækj­ar­hlíð 1a, 270 Mos­fells­bær

Í við­burða­da­ga­tal­inu á vef Mos­fells­bæj­ar er hægt að sjá tíma­setta dagskrá í Mos­fells­bæ á Safn­anótt og Sund­lauga­fjör­inu en jafn­framt er hægt að sjá dagskrá ann­ars stað­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á vef Vetr­ar­há­tíð­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00