Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. janúar 2024

Vetr­ar­há­tíð verð­ur hald­in dag­ana 1. – 3. fe­brú­ar og fer há­tíð­in fram í öll­um sex sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Þessi há­tíð ljóss og myrk­urs sam­an­stend­ur af þrem­ur meg­in­stoð­um: Safn­anótt, Sund­laug­anótt og ljós­lista­verk­um.

Ála­foss verð­ur sveip­að­ur fjólu­blá­um bjarma alla daga há­tíð­ar­inn­ar, og til­val­ið að gera sér ferð þang­að í rökkrinu.

Fimmtu­dag­inn 1. fe­brú­ar fer Sund­laug­arnótt fram í Lága­fells­laug. Frítt er í sund kl. 17:00 – 22:00 og stór­skemmti­leg dagskrá. Plötu­snúð­ur held­ur uppi stuð­inu, Wipeout braut­in er til stað­ar, Blaðr­ar­inn gleð­ur börn með blöðr­um, Íþrótta­álf­ur­inn og Solla stirða kíkja í heim­sókn og Aqua Zumba fyr­ir krakka í úti­laug­inni. Að lok­inni góðri sund­ferð eru börn­in leyst út með ís.

Nota­leg stemn­ing mun ráða ríkj­um á Safn­anótt í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar föstu­dag­inn 2. fe­brú­ar. Börn­um er boð­ið að koma með gömlu bæk­urn­ar sín­ar og velja sér að­r­ar í stað­inn á Litla skipti­bóka­mark­aðn­um. Mik­il­vægt er að bæk­urn­ar séu vel með farn­ar og hrein­ar. Mark­að­ur­inn verð­ur einn­ig op­inn laug­ar­dag­inn 3. fe­brú­ar kl. 12:00 – 16:00.

Milli kl. 16:30 og 18:30 mæta Spila­vin­ir með fang­ið fullt af spenn­andi spil­um og bjóða upp á nota­lega spila­stund í safn­inu fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

Kl. 17:00 kenn­ir Hera Sig­urð­ar­dótt­ir gest­um safns­ins að hnýta lauf með Macramé-hnúta að­ferð­inni. Hent­ar full­orðn­um og börn­um frá 8 ára aldri. Þátttaka er ókeyp­is en skrán­ing nauð­syn­leg. Skrá má þátt­töku með því að senda tölvu­póst á boka­safn@mos.is.

Í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar er síð­asti sýn­ing­ar­dag­ur sýn­ing­ar­inn­ar „I think, th­erefore I am fucked“ eft­ir list­mál­ar­ann Jakob Veig­ar Sig­urðs­son. Sýn­ing­in er opin til kl. 20 á Safn­anótt.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00