Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. september 2020

Ná­lægð­ar­reglu hef­ur ver­ið breytt úr 2 metr­um í 1 metra og há­marks­fjöldi þeirra sem mega koma sam­an fer úr 100 manns í 200 með nýj­um regl­um um tak­mark­an­ir á sam­kom­um sem tóku gildi í dag, 7. sept­em­ber.

Ná­lægð­ar­reglu hef­ur ver­ið breytt úr 2 metr­um í 1 metra og há­marks­fjöldi þeirra sem mega koma sam­an fer úr 100 manns í 200 með nýj­um regl­um um tak­mark­an­ir á sam­kom­um sem tóku gildi í dag, 7. sept­em­ber. Þetta er meg­in­efni nýrr­ar reglu­gerð­ar Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra um tak­mark­an­ir á sam­kom­um. Breyt­ing­arn­ar eru í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is.

Að­r­ar breyt­ing­ar á sam­komutak­mörk­un­um með reglu­gerð­inni eru þess­ar:

  • Há­marks­fjöldi á sund- og bað­stöð­um og lík­ams­rækt­ar­stöðv­um fer úr helm­ingi af leyfi­leg­um há­marks­fjölda gesta sam­kvæmt starfs­leyfi í 75%.
  • Íþrótt­ir, sviðslist­ir og önn­ur menn­ing­ar­starf­semi get­ur far­ið fram þrátt fyr­ir 1 metra reglu, þ.e. snert­ing­ar eru þar heim­il­ar. Um áhorf­end­ur fer eft­ir al­menn­um regl­um um 1 metra og 200 manns í rými.

Opn­un­ar­tími vín­veit­inga­staða verð­ur áfram tak­mark­að­ur við til kl. 23.00.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00