Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. janúar 2010

Mos­fells­bær, Sjóvá og Lög­regla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafa haf­ið sam­st­arf um ná­granna­vörslu í Mos­fells­bæ í sam­vinnu við íbúa.

Fyrsta gat­an til að taka þátt í ná­granna­vörslu í Mos­fells­bæ er Ritu­höfði sem fékk í gær af­hent skilti til að setja upp í göt­unni. Með því er aug­lýst að í göt­unni fari fram ná­granna­varsla.

Ná­granna­varsla hef­ur fyr­ir löngu sann­að sig sem mik­il­væg­ur hlekk­ur í að fækka glæp­um og þá sér­stak­lega inn­brot­um á heim­ili, í bíla og al­menn­um þjófn­aði á eig­um fólks. Þar sem ná­granna­varsla er virk hef­ur skemmd­ar­verk­um einn­ig fækkað og dreg­ið úr veggjakroti.

Ná­granna­varsla felst í sam­vinnu ná­granna um að gera um­hverfi sitt og heim­ili ör­ugg­ari. Með því móti er leit­ast við að draga úr inn­brot­um, þjófn­aði og skemmd­ar­verk­um.  Ná­granna­varsla hef­ur ver­ið þekkt í ára­tugi og hef­ur víða ver­ið sett upp með góð­um ár­angri bæði á Ís­landi og víða er­lend­is.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri af­henti Bryn­geiri Jóns­syni, tengilið við íbúa Ritu­höfða, skilt­ið og lýsti yfir ánægju sinni með fram­tak íbúa á Ritu­höfða og að hann von­að­ist til þess að að­r­ir Mos­fell­ing­ar tækju þetta til eft­ir­breytni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00