Siðustu vikur hafa bæði verktakar og starfsfólk þjónustustöðvar verið kölluð út nánast daglega til að sinna verkefnum tengdum snjómokstri eða hálkuvörnum og starfsmenn þjónustustöðvar verið á vaktinni allan sólahringinn.
Til gamans má nefna að göngustígar sem eru mokaðir í Mosfellsbæ spanna 85 km og götur 88 km.
Eins og áður er íbúum velkomið að sækja sér salt og sand í kistur fyrir framan Þjónustustöðina sem staðsett er við Völuteig 15.