Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. janúar 2023

Þar sem veð­ur­spá Veð­ur­stof­unn­ar ger­ir ráð fyr­ir mik­illi rign­ingu föstu­dag­inn 20. janú­ar hvet­ur Mos­fells­bær íbúa til að huga vel að frá­rennslis­lögn­um og nið­ur­föll­um við hús sín og hreinsa snjó og klaka til að fyr­ir­byggja mögu­legt vatns­tjón.

Starfs­fólk bæj­ar­ins og verk­tak­ar hafa unnið að því síðustu daga að hreinsa frá nið­ur­föll­um í göt­um og  munu salta og sanda göt­ur og stíga.

Mik­il­vægt er að bæj­ar­bú­ar séu með­vit­að­ir um þá hættu sem skap­ast get­ur við að­stæð­ur sem þessar og bregð­ist við henni með því að moka frá nið­ur­föll­um og fylg­ist með vatni í kring­um sín heim­ili.

Húseigendum er bent á að hreinsa snjóhengjur og grýlukerti af húsþökum. Við erfiðar veðuraðstæður getur fólki stafað hætta af þegar snjór og ís fellur niður. Við slíkar aðstæðu getur einnig orðið umtalsvert eignatjón.

Hjá Þjón­ustustöð (áhalda­húsi) bæj­ar­ins, Völu­teigi 15, geta íbú­ar feng­ið salt og sand til að bera á plön og stétt­ar við heimahús, hinsvegar er mælt með að nota frekar sand miðað við þær aðstæður sem munu líklegast skapast. Sandur er í gulum kistum ásamt skóflum við þjónustustöðina en íbúar þurfa að athuga að hafa með sér ílát.

Í neyðartilvikum eru íbúar hvattir til þess að hringja í 112 sem metur aðstæður og kallar til viðbragðsaðila ef hætta skapast fyrir fólk og eignir.

At­hug­ið að hægt er að sjá stað­setn­ingu nið­ur­falla á korta­vef Mos­fells­bæj­ar. Í val­mynd­inni hægra meg­in er smellt á Veit­ur > Frá­veita > Nið­ur­föll.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00