Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bene­dikt Ólafs­son 19 ára Mos­fell­ing­ur var val­inn úr stór­um hópi Lands­liðs Ís­lands í hestaí­þrótt­um til að taka þátt í Heims­meist­ara­móti ís­lenska hests­ins sem fram fór í Hollandi í sum­ar.

Bene­dikt sem hafði þá ver­ið hluti af lands­lið­inu síð­ast­lið­in fimm ár, unn­ið Lands­mót hesta­mann tvisvar og Ís­lands­meist­ar­tit­il í tölti á Bisk­upi frá Ól­afs­haga gerði sér lít­ið fyr­ir og tryggði sér tvo heims­meist­ara­titla í Hollandi.

Heims­meist­ara­titil­inn í gæð­inga­skeiði tryggði hann sér á mer­inni Leiru-Björk frá Naust­um lll, en gæð­inga­skeið er þeirra að­al­grein og hafa þau ver­ið ríkj­andi Ís­lands­meist­ar­ar í nokk­ur ár. Þá tók hann einn­ig þátt í fleiri grein­um til þess að reyna við Heims­meist­ara­tit­il í sam­an­lögð­um fimm­gangs­grein­um sem tókst glimr­andi vel og land­aði þann­ig öðr­um heims­meist­ara­titli.

Mer­ina Leiru-Björk keypti Bene­dikt fyr­ir ferm­ingar­pen­ing­ana sína og voru það erf­ið skref að hans sögn að þurfa að teyma hana upp á flutn­inga­bíl sem flutti hana á frá­bært heim­ili í Sviss. En eins og marg­ir vita eiga ís­lensk­ir hest­ar sem taka þátt í mót­um er­lend­is ekki aft­ur­kvæmt til lands­ins eft­ir að hafa ver­ið flutt­ir út til keppni.

Bene­dikt hef­ur með þess­um Heims­meist­ara­titl­um sín­um öðl­ast þát­töku­rétt á næsta Heims­meist­ara­móti sem fram fer í Sviss eft­ir tvö ár og hef­ur leit­in að nýju hrossi haf­ist.

Mos­fells­bær ósk­ar þess­um unga og efni­lega hesta­manni inni­lega til ham­ingju með þenn­an frá­bæra ár­ang­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00