Opið hús á degi íslenska hestsins – Hestamannafélagið Hörður býður bæjarbúa velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum þriðjudaginn 1. maí kl. 15:00.
Boðið verður uppá stutta og fjöruga sýningu, en meðal atriða eru:
- Atriði félagsins úr sýningunni Æskan og Hesturinn
- Súsanna Sand Ólafsdóttir reiðkennari sýnir ótrúlegt samspil við gæðing sinn
- Kátar konur
- Knapar sem eru að ljúka hæsta stigi Knapamerkja
Að sýningu lokinni gefst gestum kostur á að klappa hestunum og spjalla við knapana.
Upplýsingabás um starfsemi félagsins verður á staðnum og vöfflusala. Þá verður hægt að kynna sér reiðnámskeið Hestamenntar í sumar.
Bæjarbúar eru hvattir til að líta við og sjá öflugt starf hestafólks í Mosfellsbæ.