Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að fara í opið útboð á umferðaröryggisframkvæmdum á Reykjavegi, frá Bjargsvegi inn að Reykjum.
Verkefnið er í útboðsferli og verða tilboð opnuð 15. mars n.k. Helstu framkvæmdir verða gerð gangstéttar norðan megin götu auk þess sem götulýsing verður endurnýjuð, strætóstöð færð og hellulögð hraðahindrun sett upp.
Áætlað er að framkvæmdir standi yfir fram í september 2023.
Beðist er velvirðingar á þeirri röskun sem þessar framkvæmdir kunni að valda og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi og þolinmæði.