Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020 var lagð­ur fram á fundi bæj­ar­ráðs í dag, þriðju­dag­inn 30. mars og ber rekst­ur­inn þess merki að heims­far­ald­ur ríkti á ár­inu með til­heyr­andi kóln­un í hag­kerf­inu.

Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020 var lagð­ur fram á fundi bæj­ar­ráðs í dag, þriðju­dag­inn 30. mars og ber rekst­ur­inn þess merki að heims­far­ald­ur ríkti á ár­inu með til­heyr­andi kóln­un í hag­kerf­inu.

Rekstr­arnið­ur­staða árs­ins er nei­kvæð um 541 millj­ón sem er um 770 millj­óna lak­ari af­koma en gert var ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun árs­ins. Það skýrist helst af lægri tekj­um vegna lækk­un­ar launa­tekna íbúa, minni íbúa­fjölg­un í sveit­ar­fé­lag­inu, minnk­andi fram­laga frá Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga til mál­efna fatl­aðs fólks og auk­ins fjár­magns­kostn­að­ar. Rekst­ur mála­flokka gekk vel og er í góðu sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Þá var tölu­vert fram­kvæmt á ár­inu bæði til þess að geta tek­ið við fjölg­un íbúa sem var hlut­falls­lega næst mest í Mos­fells­bæ þeg­ar lit­ið er til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, til að byggja upp tækni­lega inn­viði sveit­ar­fé­lags­ins um leið og áskor­un stjórn­valda um aukn­ar op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir var tek­ið.

Helstu töl­ur um rekst­ur árs­ins 2020

Tekj­ur árs­ins námu alls um 13.007 millj­ón­um, launa­kostn­að­ur 6.666 millj­ón­um og ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur var 5.704 millj­ón­ir og nem­ur fram­legð því 638 millj­ón­um. Veltufé frá rekstri er 495 millj­ón­ir eða 3,8% af tekj­um. Eig­ið fé í árslok nam því 6.882 millj­ón­um og eig­in­fjár­hlut­fall­ið er 29,0%. Skulda­við­mið er 99,8% og því vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um. Skuldastaða sveit­ar­fé­lags­ins er í takti við þá upp­bygg­ingu sem átt hef­ur sér stað á und­an­förn­um árum. Sú upp­bygg­ing er í fullu sam­ræmi við fram­tíð­ar­sýn sveit­ar­fé­lags­ins um að vera fjöl­skyldu­vænt, heilsu­efl­andi og fram­sæk­ið bæj­ar­fé­lag sem set­ur um­hverf­ið í önd­vegi og hef­ur þarf­ir og vel­ferð íbúa að leið­ar­ljósi.

Íbú­um í Mos­fells­bæ fjölg­aði um 469 á ár­inu 2020 og traust­ur dag­leg­ur rekst­ur og sterk fjár­hags­staða þrátt fyr­ir ytri áföll auð­veld­ar sam­fé­lag­inu að taka vel á móti nýj­um íbú­um og jafn­framt tryggja íbú­um þjón­ustu af gæð­um sem eft­ir er tek­ið.

Fram­kvæmd­ir á veg­um Mos­fells­bæj­ar á ár­un­um 2019 og 2020 voru í sögu­legu há­marki enda sveit­ar­fé­lag­ið í góð­um vexti þó hægt hafi á hon­um. Sam­tals var fram­kvæmda- og upp­bygg­inga­kostn­að­ur á ár­inu 2020 2,8 millj­arð­ar króna og má þar nefna bygg­ingu Helga­fells­skóla, upp­bygg­ing íþrótta­mann­virkja, end­ur­bæt­ur á skóla­hús­næði auk gatna­fram­kvæmda svo nokk­uð sé nefnt.

Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar voru 12.565 1. des­em­ber 2020 og nem­ur fjölg­un­in 3,9% á milli ára sem er minni fjölg­un en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Mos­fells­bær er sem fyrr sjö­unda fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins og þar störf­uðu 818 starfs­menn í 673 stöðu­gild­um í árslok 2020.

Ábyrg­ur rekst­ur mála­flokka

Rekst­ur mála­flokka gekk vel og er í góðu sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Rekstr­ar­gjöld án af­skrifta og fjár­magnsliða námu 11.036 millj­ón­um.

Fræðslu­mál eru sem fyrr lang­stærsti mála­flokk­ur­inn en til hans var var­ið 6.086 millj­ón­um eða 57,48% skatt­tekna. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 2.099 millj­ón­um og eru þar með­talin fram­lög vegna mál­efna fatl­aðs fólks. Loks eru íþrótta- og tóm­stunda­mál þriðja um­fangs­mesta verk­efni bæj­ar­ins og til þeirra var ráð­stafað um 1.228 millj­ón­um. Til fræðslu-, fé­lags­þjón­ustu og íþrótta- og tóm­stunda­mála er því var­ið um 89% skatt­tekna Mos­fells­bæj­ar.

Árs­reikn­ing­ur­inn verð­ur tek­inn til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 7. apríl 2021 og gert er ráð fyr­ir því að seinni um­ræða í bæj­ar­stjórn fari fram þann 21. apríl.

Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar:

„Árs­reikn­ing­ur fyr­ir árið 2020 end­ur­spegl­ar þann skugga sem heims­far­ald­ur­inn varp­ar á starf­semi sveit­ar­fé­laga en einn­ig sterka stöðu Mos­fells­bæj­ar til að mæta tíma­bund­inni fjár­hags­legri ágjöf. Við hjá Mos­fells­bæ vilj­um vera til fyr­ir­mynd­ar varð­andi rekst­ur og þró­un starf­sem­inn­ar þann­ig að íbú­ar og starfs­menn séu á hverj­um tíma með­vit­að­ir um gæði þjón­ust­unn­ar og kostn­að við að veita hana. Minnk­andi skatt­tekj­ur vegna áhrifa kór­óna­veirunn­ar á efna­hag sveit­ar­fé­laga hef­ur nei­kvæð áhrif á af­komu sveit­ar­fé­lags­ins. Sveit­ar­fé­lag­ið er rek­ið af ábyrgð með áherslu á kom­andi kyn­slóð­ir og árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2020 sýn­ir að við höf­um haf­ið okk­ar við­spyrnu um leið og við verj­um þjón­ustu við íbúa af fullu afli. Efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins eru það mik­il á rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins að óhjá­kvæmi­legt er ann­að en að bæj­ar­sjóð­ur verði rek­inn með halla um sinn. Hinn mögu­leik­inn hefði ver­ið að skera veru­lega nið­ur í rekstri og þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins en það er ekki skyn­sam­leg stefna við ríkj­andi að­stæð­ur. Skil­virk­ur rekst­ur og sterk fjár­hags­staða auð­veld­ar okk­ur að taka vel á móti nýj­um íbú­um og þjón­ust­an er vel met­in af íbú­um sam­kvæmt nið­ur­stöð­um þjón­ustu­könn­un­ar Gallup. Sem fyrr vil ég nota þetta til­efni til að þakka starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar, kjörn­um full­trú­um og nefnd­ar­fólki fyr­ir þeirra þátt í þeim ár­angri sem við höf­um náð og brýna okk­ur til góðra verka á næstu miss­er­um.“

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00