Mosfellsbær hefur dregið regnbogafánann að húni við bæjarskrifstofuna og bókasafnið í tilefni af baráttu- og fræðsluhátíð hinsegin samfélagsins. Þverholtið skartar jafnframt regnbogagangbraut.
Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir dagana 2. -7. ágúst. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum með fjölbreyttum viðburðum á sviði menningar og fræðslu. Hinsegin dagar vaxið og dafnað síðustu ár og eru í dag ein fjölsóttasta hátíð landsins.
Tengt efni
Jólaljós við Hlégarð og tendrun jólatrés á miðbæjartorgi
Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi 2. desember 2023
Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum.
Sköpum rými
Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 28. nóvember.