Mosfellsbær hefur dregið regnbogafánann að húni við bæjarskrifstofuna og bókasafnið í tilefni af baráttu- og fræðsluhátíð hinsegin samfélagsins. Þverholtið skartar jafnframt regnbogagangbraut.
Hinsegin dagar eru haldnir hátíðlegir dagana 2. -7. ágúst. Hátíðin fagnar fjölbreytileikanum með fjölbreyttum viðburðum á sviði menningar og fræðslu. Hinsegin dagar vaxið og dafnað síðustu ár og eru í dag ein fjölsóttasta hátíð landsins.