Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. október 2020

Reglu­gerð­ir Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra um sótt­varna­ráð­staf­an­ir sem taka gildi þriðju­dag­inn 20. októ­ber hafa ver­ið stað­fest­ar.

Ann­ars veg­ar er ný reglu­gerð um tak­mark­an­ir á sam­kom­um vegna far­sótt­ar og hins veg­ar breyt­ing á reglu­gerð um tak­mark­an­ir á skóla­haldi vegna far­sótt­ar.

Heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið birti til­kynn­ingu síð­ast­lið­inn föstu­dag þar sem gerð var grein fyr­ir meg­in­efni áform­aðra breyt­inga á sótt­varna­ráð­stöf­un­um sem taka gildi næst­kom­andi þriðju­dag en með þeim fyr­ir­vara að ná­kvæm út­færsla ein­stakra þátta yrði skýrð með reglu­gerð. Við smíði reglu­gerð­ar­inn­ar voru höfð að leið­ar­ljósi þau meg­in­sjón­ar­mið sótt­varna­ráð­staf­ana að gætt sé því að fólk haldi fjar­lægð sín á milli, komi ekki sam­an í stór­um hóp­um og deili ekki sam­eig­in­leg­um snerti­flöt­um nema þeir séu sótt­hreins­að­ir á milli ein­stak­linga. Jafn­framt eru lýð­heilsu­sjón­ar­mið lögð til grund­vall­ar með áherslu á að sem flest­ir geti stundað íþrótt­ir og heilsurækt í ein­hverj­um mæli.

Vakin er at­hygli á 5. gr. með­fylgj­andi reglu­gerð­ar um tak­mark­an­ir á sam­kom­um varð­andi út­færslu á ná­lægð­ar­tak­mörk­un í íþrótt­um o.fl. og bráða­birgða­ákvæði reglu­gerð­ar­inn­ar sem kveð­ur á um strang­ari tak­mark­an­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en gilda á landsvísu.

Íþrótt­ir og keppn­ir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

  • Íþrótta og heilsu­rækt­ar­starf­semi: Heim­ilt er með skil­yrð­um að standa fyr­ir og stunda íþrótta- og heilsu­rækt­ar­starf­semi ef um er að ræða skipu­lagða hóp­tíma þar sem all­ir þátt­tak­end­ur eru skráð­ir. Við þess­ar að­stæð­ur er skylt að virða 2 metra regl­una, þátt­tak­end­ur mega ekki skipt­ast á bún­aði með­an á tíma stend­ur og all­ur bún­að­ur skal sótt­hreins­að­ur á milli tíma. Sam­eig­in­leg notk­un á bún­aði sem er gólf- loft- eða vegg­fast­ur, s.s. á heilsu­rækt­ar­stöðv­um, er óheim­il.
  • Heim­ild­ir fyr­ir íþrótt­astarfi, æf­inga og keppna á veg­um ÍSÍ gilda ekki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
  • Íþrótta- æsku­lýðs- og tóm­stund­ast­arf barna á leik- og grunn­skóla­aldri, þar með tal­ið skóla­sund, sem krefst meiri snert­ing­ar og frek­ari blönd­un­ar hópa en í skólastarfi, er óheim­ilt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þ.e. í Reykja­vík, á Seltjarn­ar­nesi, í Mos­fells­bæ, Kjós­ar­hreppi, Hafnar­firði, Garða­bæ og Kópa­vogi.

Íþrótt­ir og keppn­ir utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins

  • Þrátt fyr­ir 2 metra ná­lægð­ar­tak­mörk eru snert­ing­ar heim­il­ar milli íþrótta­fólks á æf­ing­um og í keppn­um á veg­um Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Ís­lands (ÍSÍ), en virða skal 2 metra regl­una í bún­ings­klef­um og á öðr­um svæð­um utan keppni og æf­inga. Þrátt fyr­ir 20 manna fjölda­tak­mörk er allt að 50 ein­stak­ling­um heim­ilt að koma sam­an á æf­ing­um og í keppn­um á veg­um ÍSÍ. Óheim­ilt er að hafa áhorf­end­ur á íþrótta­við­burð­um.
  • Íþrótta og heilsu­rækt­ar­starf­semi: Heim­ilt er með skil­yrð­um að standa fyr­ir og stunda íþrótta- og heilsu­rækt­ar­starf­semi ef um er að ræða skipu­lagða hóp­tíma þar sem all­ir þátt­tak­end­ur eru skráð­ir. Við þess­ar að­stæð­ur er skylt að virða 2 metra regl­una, þátt­tak­end­ur mega ekki skipt­ast á bún­aði með­an á tíma stend­ur og all­ur bún­að­ur skal sótt­hreins­að­ur á milli tíma. Sam­eig­in­leg notk­un á bún­aði sem er gólf- loft- eða vegg­fast­ur, s.s. á heilsu­rækt­ar­stöðv­um, er óheim­il.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00