Í dag sat Regína sinn fyrst fund í bæjarráði Mosfellsbæjar en hún hefur áralanga farsæla reynslu af stjórnun og rekstri á vettvangi sveitarfélaga.
Hún var sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar síðastliðin fimm ár og gegndi áður stöðu bæjarstjóra Akraneskaupstaðar árin 2013-2017. Þá hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, verið skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar.
Regína er með meistarapróf í hagfræði frá Háskólanum í Aberdeen, diplóma í opinberri stjórnsýslu og cand. mag. í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Osló.
„Ég hlakka til þess að starfa með þessum öfluga hópi bæjarfulltrúa og starfsmanna í Mosfellsbæ. Það eru mörg krefjandi verkefni framundan hjá Mosfellsbæ sem og öðrum sveitarfélögum á Íslandi en að sama skapi eru óteljandi tækifæri í þessum fallega og fjölskylduvæna bæ.“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði