Í dag sat Regína sinn fyrst fund í bæjarráði Mosfellsbæjar en hún hefur áralanga farsæla reynslu af stjórnun og rekstri á vettvangi sveitarfélaga.
Hún var sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar síðastliðin fimm ár og gegndi áður stöðu bæjarstjóra Akraneskaupstaðar árin 2013-2017. Þá hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri Festu, félags um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, verið skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar.
Regína er með meistarapróf í hagfræði frá Háskólanum í Aberdeen, diplóma í opinberri stjórnsýslu og cand. mag. í félagsráðgjöf frá Háskólanum í Osló.
„Ég hlakka til þess að starfa með þessum öfluga hópi bæjarfulltrúa og starfsmanna í Mosfellsbæ. Það eru mörg krefjandi verkefni framundan hjá Mosfellsbæ sem og öðrum sveitarfélögum á Íslandi en að sama skapi eru óteljandi tækifæri í þessum fallega og fjölskylduvæna bæ.“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Nýtt skipurit hjá Mosfellsbæ tekur gildi í dag
Í dag, 1. september 2023, tekur nýtt skipurit gildi hjá Mosfellsbæ.
Starfsaldursviðurkenningar veittar á hátíðardagskrá
Á hátíðardagskrá sem var haldin í Hlégarði í gær, í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima fengu fimm starfsmenn Mosfellsbæjar starfsaldursviðurkenningu.
Nýir stjórnendur til Mosfellsbæjar
Á fundi bæjarráðs í dag þann 20. júlí var samþykkt ráðning skrifstofustjóra umbóta og þróunar og sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis. Þá var samþykkt ráðning leikskólastjóra á leikskólanum Hlíð. Að auki voru kynntar ráðningar fimm nýrra stjórnenda á velferðarsviði, umhverfissviði og fræðslu- og frístundasviði.