Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. september 2022

Í dag sat Regína sinn fyrst fund í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar en hún hef­ur ára­langa far­sæla reynslu af stjórn­un og rekstri á vett­vangi sveit­ar­fé­laga.

Hún var sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar síð­ast­lið­in fimm ár og gegndi áður stöðu bæj­ar­stjóra Akra­neskaup­stað­ar árin 2013-2017. Þá hef­ur hún starf­að sem fram­kvæmda­stjóri Festu, fé­lags um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja, ver­ið skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu borg­ar­stjóra og sviðs­stjóri þjón­ustu- og rekstr­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Regína er með meist­ara­próf í hag­fræði frá Há­skól­an­um í Aber­deen, diplóma í op­in­berri stjórn­sýslu og cand. mag. í fé­lags­ráð­gjöf frá Há­skól­an­um í Osló.

„Ég hlakka til þess að starfa með þessum öfluga hópi bæjarfulltrúa og starfsmanna í Mosfellsbæ. Það eru mörg krefjandi verkefni framundan hjá Mosfellsbæ sem og öðrum sveitarfélögum á Íslandi en að sama skapi eru óteljandi tækifæri í þessum fallega og fjölskylduvæna bæ.“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00