Viðvörun fyrir höfuðborgarsvæði vegna veðurs hefur verið færð upp á rautt.
Spáð er suðaustan roki eða ofsaveðri, 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og á Kjalarnesi. Miklar líkur á foktjóni og ófærð innan hverfa. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.
Spá fyrir höfuðborgarsvæðið
7. febrúar kl. 01:30 – 04:00
Appelsínugult ástand – Suðaustan stormur og hríð
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi. Talsverðar líkur á foktjóni og ófærð í íbúagötum.
7. febrúar kl. 04:00 – 08:00
Rautt ástand – Suðaustan rok eða ofsaveður með snjókomu og skafrenningi
Suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarvsæðisins og á Kjalarnesi. Miklar líkur á foktjóni og ófærð innan hverfa. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framvkæmdasvæðum.
7. febrúar kl. 18:00 – 8. febrúar kl. 15:00
Gult ástand – Suðvestan hvassviðri, él og auknar líkur á eldingum
Suðvestan 13-20 m/s og talsverð él. Viðbúið að hvassara verði í éljahryðjum og gætu vindhviður farið yfir 35 m/s staðbundið. Skafrenningur og auknar líkur á eldingum. Líkur á samgöngutruflunum og foktjóni.
Tengt efni
Hlákutíð framundan samkvæmt veðurspá
Samkvæmt veðurspá fer veður hlýnandi á næstu dögum og því líklega hlákutíð framundan.
Vetrarþjónusta
Siðustu vikur hafa bæði verktakar og starfsfólk þjónustustöðvar verið kölluð út nánast daglega til að sinna verkefnum tengdum snjómokstri eða hálkuvörnum og starfsmenn þjónustustöðvar verið á vaktinni allan sólahringinn.
Gul veðurviðvörun fram að hádegi 18. janúar 2024
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á gulri veðurviðvörun í nótt og fram að hádegi á morgun fimmtudaginn 18. janúar 2024.