Viðvörun fyrir höfuðborgarsvæði vegna veðurs hefur verið færð upp á rautt.
Spáð er suðaustan roki eða ofsaveðri, 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og á Kjalarnesi. Miklar líkur á foktjóni og ófærð innan hverfa. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.
Spá fyrir höfuðborgarsvæðið
7. febrúar kl. 01:30 – 04:00
Appelsínugult ástand – Suðaustan stormur og hríð
Gengur í suðaustan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi. Talsverðar líkur á foktjóni og ófærð í íbúagötum.
7. febrúar kl. 04:00 – 08:00
Rautt ástand – Suðaustan rok eða ofsaveður með snjókomu og skafrenningi
Suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarvsæðisins og á Kjalarnesi. Miklar líkur á foktjóni og ófærð innan hverfa. Fólki er ráðlagt að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framvkæmdasvæðum.
7. febrúar kl. 18:00 – 8. febrúar kl. 15:00
Gult ástand – Suðvestan hvassviðri, él og auknar líkur á eldingum
Suðvestan 13-20 m/s og talsverð él. Viðbúið að hvassara verði í éljahryðjum og gætu vindhviður farið yfir 35 m/s staðbundið. Skafrenningur og auknar líkur á eldingum. Líkur á samgöngutruflunum og foktjóni.