Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. ágúst 2024

Römp­um upp Ís­land hef­ur unn­ið að því mik­il­væga og þarfa verk­efni í sum­ar að setja upp 42 nýja rampa við 10 op­in­ber­ar stofn­an­ir í Mos­fells­bæ.

Bæj­ar­ráð sam­þykkti í janú­ar síð­ast­liðn­um að halda áfram sam­starfi við Römp­um upp Ís­land og eru ramp­arn­ir nú orðn­ir 128 hér í bæ.

Eitt af verk­efn­um sum­ars­ins var við Leir­vogstungu­skóla þar sem Römp­um upp Ís­land lagði 8 rampa til að auð­velda að­gengi inn í skól­ann. Auk þess gerði Mos­fells­bær rampa inn­an­dyra, setti sjálf­virka opn­un á úti­hurð, lagði snjó­bræðslu og lækk­aði kant að nýju bíla­stæði fyr­ir hreyfi­haml­aða til að bæta að­geng­is­mál við skól­ann.

Einn­ig var að­gengi bætt við eft­ir­far­andi stofn­an­ir: Íþróttamið­stöð­ina Lága­fell, Brú­ar­land, Hlé­garð, Krika­skóla, Helga­fells­skóla og við leik­skól­ana; Hlað­hamra, Hlíð, Huldu­berg og Höfða­berg.

Verk­efn­ið Römp­um upp Ís­land stefn­ir að því að byggja 1.500 rampa á Ís­landi fyr­ir 11. mars 2025 í þágu hreyfi­haml­aðra. Að verk­efn­inu koma marg­ir styrk­ar­að­il­ar, þeirra á með­al: Ueno, Öss­ur, Deloitte, Brand­en­burg, Aton.JL, Lex lög­manns­stofa, BM Vallá, Icelanda­ir, Ork­an, ÞG Verk, Sjálfs­björg, ÖBÍ, Reykja­vík­ur­borg og Inn­viða­ráðu­neyt­ið.

Mos­fells­bær þakk­ar Römp­um upp fyr­ir gott sam­st­arf og fag­leg vinnu­brögð.

Nánari upplýsingar um verkefnið:

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00