Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Vegna sam­komutak­mark­ana ákvað lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd Mos­fells­bæj­ar að jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar yrði ra­f­rænn í ár.

Þar sem mik­il um­ræða hef­ur skap­ast und­an­far­ið um kyn­þátta­for­dóma og kyn­þátta­hat­ur hér­lend­is og er­lend­is fannst nefnd­inni áhuga­vert að heyra hvernig ein­stak­ling­ar af er­lend­um upp­runa upp­lifa þessi mál.

Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd fékk þær Al­dísi Amah Hamilt­on, leik­konu og Sunnu Sös­hu Larosili­ere, stjórn­mála­fræð­ing, til að segja frá því hvernig þær upp­lifðu það að al­ast upp hér á landi og hvar skór­inn krepp­ir þeg­ar kem­ur að for­dóm­um.

Mynd 1: Al­dís Amah Hamilt­on
Mynd 2: Sunna Sasha Larosili­ere

Við­töl­in við Al­dísi og Sunnu og af­hend­ing jafn­réttisvið­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar 2020 verða birt á sam­fé­lags­miðl­um Mos­fells­bæj­ar; mos.is, á In­sta­gram- og face­book síðu Mos­fells­bæj­ar og In­sta­gram síðu Mos­fell­ings.

Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd hvet­ur Mos­fell­inga ein­dreg­ið til að fylgj­ast með því sem þær hafa að segja.

Áhuga­sam­ir geta fylgst með þess­um flottu kon­um á sam­fé­lags­miðl­in­um In­sta­gram: @aldi­samah og @sunnasasha.

Öll við­töl­in við Al­dísi og Sunnu eru að­gengi­leg á YouTu­be rás Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni