Vegna samkomutakmarkana ákvað lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar að jafnréttisdagur Mosfellsbæjar yrði rafrænn í ár.
Þar sem mikil umræða hefur skapast undanfarið um kynþáttafordóma og kynþáttahatur hérlendis og erlendis fannst nefndinni áhugavert að heyra hvernig einstaklingar af erlendum uppruna upplifa þessi mál.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd fékk þær Aldísi Amah Hamilton, leikkonu og Sunnu Söshu Larosiliere, stjórnmálafræðing, til að segja frá því hvernig þær upplifðu það að alast upp hér á landi og hvar skórinn kreppir þegar kemur að fordómum.
Mynd 1: Aldís Amah Hamilton
Mynd 2: Sunna Sasha Larosiliere
Viðtölin við Aldísi og Sunnu og afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2020 verða birt á samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar; mos.is, á Instagram- og facebook síðu Mosfellsbæjar og Instagram síðu Mosfellings.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd hvetur Mosfellinga eindregið til að fylgjast með því sem þær hafa að segja.
Áhugasamir geta fylgst með þessum flottu konum á samfélagsmiðlinum Instagram: @aldisamah og @sunnasasha.
Öll viðtölin við Aldísi og Sunnu eru aðgengileg á YouTube rás Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Upptaka frá jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði 22. september 2022.