Vegna samkomutakmarkana ákvað lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar að jafnréttisdagur Mosfellsbæjar yrði rafrænn í ár.
Þar sem mikil umræða hefur skapast undanfarið um kynþáttafordóma og kynþáttahatur hérlendis og erlendis fannst nefndinni áhugavert að heyra hvernig einstaklingar af erlendum uppruna upplifa þessi mál.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd fékk þær Aldísi Amah Hamilton, leikkonu og Sunnu Söshu Larosiliere, stjórnmálafræðing, til að segja frá því hvernig þær upplifðu það að alast upp hér á landi og hvar skórinn kreppir þegar kemur að fordómum.
Mynd 1: Aldís Amah Hamilton
Mynd 2: Sunna Sasha Larosiliere
Viðtölin við Aldísi og Sunnu og afhending jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2020 verða birt á samfélagsmiðlum Mosfellsbæjar; mos.is, á Instagram- og facebook síðu Mosfellsbæjar og Instagram síðu Mosfellings.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd hvetur Mosfellinga eindregið til að fylgjast með því sem þær hafa að segja.
Áhugasamir geta fylgst með þessum flottu konum á samfélagsmiðlinum Instagram: @aldisamah og @sunnasasha.
Öll viðtölin við Aldísi og Sunnu eru aðgengileg á YouTube rás Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Upptaka frá jafnréttisdegi Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði 22. september 2022.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2022
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur í Hlégarði í dag. Málefni dagsins var jafnrétti á vinnumarkaði út frá ólíkum aldurshópum.
Haldið upp á Jafnréttisdag Mosfellsbæjar 22. september í Hlégarði
Dagskrá í Hlégarði á milli kl. 15:00 – 17:00.