Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátíðlegur 18. september 2020 með rafrænum hætti.
Þar sem mikil umræða hafði skapast um kynþáttafordóma og kynþáttahatur hérlendis og erlendis fannst lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar áhugavert að heyra hvernig einstaklingar af erlendum uppruna upplifa þessi mál.
Nefndin fékk þær Aldísi Amah Hamilton, leikkonu og Sunnu Söshu Larosiliere, stjórnmálafræðing, til að segja frá því hvernig þær upplifðu það að alast upp hér á landi og hvar skórinn kreppir þegar kemur að fordómum.
Lýðræðis- og mannréttindanefnd hvetur Mosfellinga eindregið til að fylgjast með því sem þær hafa að segja.
Áhugasamir geta fylgst með þessum flottu konum á samfélagsmiðlinum Instagram: @aldisamah og @sunnasasha.