Um þessar mundir er verið að taka upp nýtt vinnulag við samskipti milli foreldra barna á leikskólaaldri við Mosfellsbæ og leikskólana í Mosfellsbæ.
Um nokkurn tíma hafa íbúar sótt um leikskólavist rafrænt gegnum Íbúagátt en samningar, breytingar og uppsagnir hafa farið fram á pappír. Nú hafa allir ferlar í leikskólamálum verið færðir inn á Íbúagátt.
Foreldrar munu framvegis fylla út umsókn, fá afgreiðslu umsóknar, fá senda vistunarsamninga til staðfestingar og geta sótt um breytingu á vistunartíma eða sagt uppleikskólavist gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar.
Markmið breytinganna er að auðvelda meðferð leikskólaumsókna, minnka pappírsnotkun og gera bæði breytingarsögu og samskipti sýnileg í Íbúagátt Mosfellsbæjar. Með þessu er Mosfellsbær að efla enn frekar rafræna þjónustu við íbúa.
Tengt efni
Breytingar á umsýslukerfi og vefsíðum leikskólanna
Dagur leikskólans 6. febrúar
Dagur leikskólans er í dag þriðjudaginn 6. febrúar.
Skráningardagar í leikskólum Mosfellsbæjar
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. júní tillögu fræðslunefndar um svokallaða skráningardaga í leikskólum frá og með næsta hausti.