Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. október 2015

Um þess­ar mund­ir er ver­ið að taka upp nýtt vinnu­lag við sam­skipti milli for­eldra barna á leik­skóla­aldri við Mos­fells­bæ og leik­skól­ana í Mos­fells­bæ.

Um nokk­urn tíma hafa íbú­ar sótt um leik­skóla­vist ra­f­rænt gegn­um Íbúagátt en samn­ing­ar, breyt­ing­ar og upp­sagn­ir hafa far­ið fram á papp­ír. Nú hafa all­ir ferl­ar í leik­skóla­mál­um ver­ið færð­ir inn á Íbúagátt.

For­eldr­ar munu fram­veg­is fylla út um­sókn, fá af­greiðslu um­sókn­ar, fá senda vist­un­ar­samn­inga til stað­fest­ing­ar og geta sótt um breyt­ingu á vist­un­ar­tíma eða sagt upp­leik­skóla­vist gegn­um Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

Markmið breyt­ing­anna er að auð­velda með­ferð leik­skólaum­sókna, minnka papp­írs­notk­un og gera bæði breyt­ing­ar­sögu og sam­skipti sýni­leg í Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar. Með þessu er Mos­fells­bær að efla enn frek­ar ra­f­ræna þjón­ustu við íbúa.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00