Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. nóvember 2024

Mos­fells­bær vill hvetja ungt fólk á aldr­in­um 16 – 25 ára til að taka þátt í könn­un sem Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) standa fyr­ir með að­stoð Maskínu þar sem heilsu, líð­an og vel­ferð þessa hóps er könn­uð.

Starfs­hóp­ur á veg­um SSH vinn­ur að sam­ræmd­um við­mið­um fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in um for­varn­ir og geð­rækt ungs fólks á aldr­in­um 16 – 25 ára. Könn­un­in er lið­ur í að afla upp­lýs­inga um þarf­ir og af­stöðu ung fólks þeim til stuðn­ings og þjón­ustu þeg­ar kem­ur að for­vörn­um og geð­rækt. Mark­mið­ið er að við­mið­in fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in byggi á þeim nið­ur­stöð­um.

Könn­un­in og spurn­ing­arn­ar eru bæði á ís­lensku og ensku, það tek­ur um 5 – 10 mín­út­ur að svara henni og nið­ur­stöð­ur eru á eng­an hátt rekj­an­leg­ar.

Í fram­haldi af könn­un­inni verð­ur ungu fólki á höf­uð­borg­ar­svæð­inu boð­ið að taka þátt í vefum­ræðu­borði til að dýpka þau svör sem berast í könn­un­inni.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00