Mosfellsbær vill hvetja ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára til að taka þátt í könnun sem Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) standa fyrir með aðstoð Maskínu þar sem heilsu, líðan og velferð þessa hóps er könnuð.
Starfshópur á vegum SSH vinnur að samræmdum viðmiðum fyrir sveitarfélögin um forvarnir og geðrækt ungs fólks á aldrinum 16 – 25 ára. Könnunin er liður í að afla upplýsinga um þarfir og afstöðu ung fólks þeim til stuðnings og þjónustu þegar kemur að forvörnum og geðrækt. Markmiðið er að viðmiðin fyrir sveitarfélögin byggi á þeim niðurstöðum.
Könnunin og spurningarnar eru bæði á íslensku og ensku, það tekur um 5 – 10 mínútur að svara henni og niðurstöður eru á engan hátt rekjanlegar.
Í framhaldi af könnuninni verður ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu boðið að taka þátt í vefumræðuborði til að dýpka þau svör sem berast í könnuninni.