Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. nóvember 2020

Frá og með mánu­deg­in­um 16. nóv­em­ber 2020 gátu Mos­fell­ing­ar val­ið að nýta sér um­hverf­i­s­væn­an sam­göngu­máta inn­an­bæjar þar sem fyr­ir­tæk­ið Oss rafrenn­ur ehf. hef­ur feng­ið leyfi fyr­ir og haf­ið út­leigu á raf­hlaupa­hjól­um.

Inn­an skamms mun fyr­ir­tæk­ið svo bjóða íbú­um að leigja raf­hjól­um en bæði raf­hlaupa­hjólin og raf­hjólin verða á negld­um dekkj­um í vet­ur og því fyll­asta ör­ygg­is gætt.

Til að byrja með verða allt að 30 hjól að­gengi­leg í Mos­fells­bæ og ef eft­ir­spurn­in verð­ur meiri verð­ur þeim fjölgað. Leig­an fer fram í gegn­um smá­forrit í snjallsíma þar sem að unnt er að sjá hvar næsta lausa raf­hlaupa­hjól er stað­sett. Smá­for­rit­ið veit­ir einn­ig upp­lýs­ing­ar um stöðu á hleðslu raf­hlöðu hvers hjóls og hversu mik­ill kolt­ví­sýr­ingsút­blást­ur spar­ast í hverri ferð ef sama vega­lengd hefði ver­ið farin á bif­reið. Upp­hafs­gjald fyr­ir hverja leigu er 100 kr. og síð­an kost­ar hver mín­úta 28 kr.

Upp­hafs­stöðv­ar verða við íþróttamið­stöðv­ar og við mið­bæj­artorg en not­end­ur geta skil­ið við hjólin þar sem þeim hent­ar þar sem smá­for­rit­ið held­ur utan um stað­setn­ingu hjól­anna. Það er þó mik­il­vægt að skilja við hjólin með ábyrg­um hætti og þann­ig að þau séu ekki í vegi fyr­ir ann­arri um­ferð.

Inn­leið­ing raf­hlaupa­hjóla og raf­magns­hjóla í Mos­fells­bæ er í sam­ræmi við þau markmið sem sett eru fram í um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og með hlið­sjón af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna.

„Vist­væn­ar sam­göng­ur og áhersla á orku­skipti í sam­göng­um eru hluti af mark­mið­um um­hverf­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna. Við Mos­fell­ing­ar tök­um áhuga­söm þátt í öll­um skref­um, stór­um sem smá­um, sem styðja okk­ur við að draga úr kol­efn­is­spori okk­ar því að margt smátt ger­ir eitt stórt. Ég vil því hvetja okk­ur Mos­fell­inga til þess að njóta þess að ferð­ast með um­hverf­i­s­væn­um og skemmti­leg­um hætti þar sem við gæt­um að ör­yggi ann­arra og okk­ar sjálfra um leið og við leggj­um um­hverf­inu lið.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00