Í desember 2009 tók starfsfólk leikskólans Reykjakots í Mosfellsbæ þátt í verkefninu „Hlýjar hendur fyrir börn“ og prjónaði 55 vettlingapör fyrir Mæðrastyrksnefnd.
Í framhaldi af því kom fram sú hugmynd að prjóna húfur fyrir heimilislausa Íslendinga. Mikill hugur var í fólki og hófst það átak í lok desember 2009. Að verkefninu komu líka nokkrar áhugasamar konur sem höfðu spurnir af því.
Þann 18. janúar 2010 skilaði starfsfólk Reykjakots af sér 94 húfum til Samhjálpar og Hjálpræðishersins. Gyða Vigfúsdóttir leikskólastjóri segir að hjá þessum samtökum sé unnið frábært og óeigingjarnt starf þar sem fólki sem hvergi á höfði sínu að halla er veitt húsaskjól og fæði. „Starfsfólk þessara samtaka eru flest sjálfboðaliðar sem gefa vinnu sína til að hjálpa öðrum,“ bendir Gyða á.
Við leikskólann Reykjakot starfa 33 konur sem hafa gaman af því að koma saman og gera eitthvað í höndunum. „Við hittumst reglulega á prjónakvöldum þar sem þær reyndari kenna þeim reynsluminni. Okkur þykir líka gaman að gefa eitthvað af okkur og leggja góðum málefnum lið,“ segir Herdís Rós Kjartansdóttir aðstoðarleikskólastjóri.
Tengt efni
Afmælisveisla í Reykjakoti
Þann 25. febrúar átti leikskólinn Reykjakot 20 ára afmæli.
Til hamingju með 20. ára afmælið Reykjakot
Leikskólinn Reykjakot á 20 ára afmæli í dag 25. febrúar 2014.
Prjónuðu 55 vettlingapör til styrktar mæðranefnd
Leikskólakennarar í leikskólanum Reykjakoti í Mosfellsbæ komu á dögunum í heimsókn í bókaforlagið Sölku í Reykjavík og höfðu með sér 55 vettlingapör.