Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. janúar 2010

Í des­em­ber 2009 tók starfs­fólk leik­skól­ans Reykja­kots í Mos­fells­bæ þátt í verk­efn­inu „Hlýj­ar hend­ur fyr­ir börn“ og prjón­aði 55 vett­lingapör fyr­ir Mæðra­styrksnefnd.

Í fram­haldi af því kom fram sú hug­mynd að prjóna húf­ur fyr­ir heim­il­is­lausa Ís­lend­inga. Mik­ill hug­ur var í fólki og hófst það átak í lok des­em­ber 2009. Að verk­efn­inu komu líka nokkr­ar áhuga­sam­ar kon­ur sem höfðu spurn­ir af því.

Þann 18. janú­ar 2010 skil­aði starfs­fólk Reykja­kots af sér 94 húf­um til Sam­hjálp­ar og Hjálp­ræð­is­hers­ins. Gyða Vig­fús­dótt­ir leik­skóla­stjóri seg­ir að hjá þess­um sam­tök­um sé unn­ið frá­bært og óeig­ingjarnt starf þar sem fólki sem hvergi á höfði sínu að halla er veitt húsa­skjól og fæði. „Starfs­fólk þess­ara sam­taka eru flest sjálf­boða­lið­ar sem gefa vinnu sína til að hjálpa öðr­um,“ bend­ir Gyða á.

Við leik­skól­ann Reykja­kot starfa 33 kon­ur sem hafa gam­an af því að koma sam­an og gera eitt­hvað í hönd­un­um. „Við hitt­umst reglu­lega á prjóna­kvöld­um þar sem þær reynd­ari kenna þeim reynslum­inni. Okk­ur þyk­ir líka gam­an að gefa eitt­hvað af okk­ur og leggja góð­um mál­efn­um lið,“ seg­ir Herdís Rós Kjart­ans­dótt­ir að­stoð­ar­leik­skóla­stjóri.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00