Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. desember 2009

Leik­skóla­kenn­ar­ar í leik­skól­an­um Reykja­koti í Mos­fells­bæ komu á dög­un­um í heim­sókn í bóka­for­lagið Sölku  í Reykja­vík og höfðu með sér 55 vett­lingapör.

Það var fram­lag þeirra til vett­linga­söfn­un­ar sem for­lagið og versl­an­ir Ey­munds­son hafa stað­ið fyr­ir í þágu Mæðra­styrksnefnd­ar síð­an í haust.

Í frétt frá Sölku seg­ir að hug­mynd­in með verk­efn­inu hafi fyrst og fremst að benda á stöð­uga aukn­ingu fólks sem leit­ar að­stoð­ar hjálp­ar­stofn­anna hér­lend­is og benda á að all­ir geti lagt brýn­um málstað lið með ein­hverj­um hætti. Við­brögð­in hafi ekki lát­ið á sér standa og vett­ling­arn­ir streymt inn.

Fram kem­ur að starfs­menn Reykja­kots höfðu tek­ið hönd­um sam­an, hist utan vinnu­tíma og prjón­að fyr­ir söfn­un­ina. Alls hafi 20 starfs­menn leik­skól­ans tek­ið þátt í prjóna­átak­inu og við það bætt­ust svo nokkr­ir for­eldr­ar. Tvær af starfs­mönn­un­um kunnu ekki að prjóna í upp­hafi, önn­ur þeirra var með í för í Sölku og sagði að æðið hefði grip­ið sig og nú prjón­ar hún öll kvöld.

Leik­skól­inn Reykja­kot starf­ar í anda Hjalla­stefn­unn­ar, starfs­manna­hóp­ur­inn þar er sam­rýmd­ur og vinn­ur náið að ým­issi handa­vinnu í skólastarfi og frí­stund­um. Hóp­ur­inn greip fagn­andi tæki­fær­ið að láta gott af sér leiða og hjálpa Mæðra­styrksnefnd í að hlýja litl­um barna­hönd­um í vet­ur.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00