Lýðræðis- og mannréttindanefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020.
Tilgangurinn er að veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf að jafnréttismálum í samræmi við jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Til að eiga möguleika á að hljóta jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2020, þarf:
- Einstaklingur að hafa skarað framúr í vinnu að jafnréttismálum.
- Fyrirtæki, stofnun eða félag að hafa:
– Sérstaka stefnu eða áætlun í jafnréttismálum.
– Unnið í því að afnema staðalímyndir kynjanna.
– Sett sér aðgerðaráætlun sem tæki til að vinna að framgangi jafnréttis kvenna og karla.
– Gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir kynbundið- eða kynferðislega áreitni á vinnustað.
– Veitt starfsmönnum fræðslu um jafnréttismál.
Hægt er að senda inn tilnefningar til og með 31. ágúst 2020.
Útnefning lýðræðis- og mannréttindanefndar verður kynnt á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar, þann 18. september 2020.
Tengt efni
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023 – framlengdur umsóknarfrestur
Velferðarnefnd, sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar, auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Tilnefningar til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023
Velferðarnefnd auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 22. september 2022
Haldið upp á daginn í Hlégarði kl. 15:00 – 17:00.