Íbúar í sérbýlum þ.e. í einbýlum, raðhúsum og parhúsum fá þriðju tunnuna afhenta þessa dagana nú þegar nýtt flokkunarkerfi verður innleitt.
Nýja tunnan er tvískipt fyrir matarleifar og blandaðan úrgang.
Bláa tunnan verður fyrir pappír/pappa eins og áður og gráa tunnan verður nú eingöngu plastumbúðir. Tunnurnar verða merktar með nýjum límmiðum.
Tíðni hirðu breytist og verður að loknum tunnuskiptum eftirfarandi:
- matarleifar og blandaðan úrgangur 14 dagar
- plastumbúða og pappírs/pappa 28 dagar
Fyrst um sinn fá því íbúar í sérbýlum þrjár tunnur.
Í haust verður farið í að skoða fleiri mögulegar útfærslur og þeir möguleikar sem hægt verður að bjóða uppá kynntir vel fyrir íbúum.