Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. ágúst 2021

Mark­miði um bólu­setn­ingu 16 ára og eldri gegn COVID-19 sem lagt var upp með þeg­ar bólu­setn­ingar­átak hófst í lok des­em­ber 2020 hef­ur ver­ið náð, en nærri 90% ein­stak­linga á þess­um aldri hér­lend­is hafa ver­ið bólu­sett.

Grunn­bólu­setn­ing held­ur áfram fyr­ir þá sem ekki hafa þeg­ar þeg­ið bólu­setn­ingu og þá sem flytjast til lands­ins óbólu­sett­ir eða ná aldri til að þiggja bólu­setn­ingu skv. mark­aðs­leyfi og með­mæl­um sótt­varna­lækn­is. Fram­boð bólu­efn­is skv. af­hend­ingaráætl­un­um m.v. samn­inga sem gerð­ir hafa ver­ið fyr­ir hönd þjóð­ar­inn­ar leyf­ir að hug­að sé að því að efla svörun ákveð­inna hópa með örvun­ar­bólu­setn­ingu.

Fyrsti hóp­ur­inn sem sótt­varna­lækn­ir mæl­ir með að verði boð­in örvun­ar­bólu­setn­ing er ein­stak­ling­ar án sögu um COVID-19/mót­efni sem bólu­sett­ir voru með Jans­sen bólu­efni. Þess­um hópi verð­ur boð­inn einn skammt­ur af bólu­efni frá Pfizer/Bi­oNTech eða Moderna a.m.k. 8 vik­um eft­ir Jans­sen bólu­setn­ingu. Rökin fyr­ir þess­um með­mæl­um eru eft­ir­far­andi:

  • Vörn eft­ir einn skammt af Jans­sen bólu­efni er svip­uð og vörn eft­ir einn skammt af öðr­um COVID-19 bólu­efn­um sem not­uð hafa ver­ið hér, um 66%1 á móti 74–80%2, 3, 4 vörn gegn smiti af upp­runa­lega Wu­h­an af­brigði veirunn­ar,en Jans­sen er með mark­aðs­leyfi sem eins skammts bólu­efni og var því notað þann­ig.
  • Vörn af tveim­ur skömmt­um bólu­efna frá Pfizer/Bi­oNTech, Moderna eða Astra Zeneca er betri en vörn­in af ein­um skammti.4, 5 Fram­leið­andi Jans­sen hef­ur prófað tveggja skammta áætlun í fasa 1–2 rann­sókn­um og var þá notað 8 vikna milli­bil. Ann­ar skammt­ur örv­aði mót­efna­svar en rann­sókn­ir á áhrif­um hvað smitlík­ur varð­ar vant­ar.6 Rann­sókn­ir á lengra milli­bili við grunn­bólu­setn­ingu með tveggja skammta bólu­efn­um gegn COVID-19 (bólu­efn­um Pfizer7 og Astra Zeneca2) hafa sýnt að svar er ekki síðra og jafn­vel betra ef lengra líð­ur frá fyrsta skammti að seinni skammti en upp­haf­leg­ar áætlan­ir fram­leið­enda gerðu ráð fyr­ir.
  • Önn­ur bólu­efni sem byggja á sömu tækni nota yf­ir­leitt ekki sams­kon­ar bólu­efni fyr­ir örvun­ar­skammt og fyr­ir fyrsta skammt (ebóla­bólu­efni Jans­sen8 og COVID-19 bólu­efn­ið Sputn­ik V9).
  • Rann­sókn­ir á örvun COVID-19 bólu­efn­is Astra Zeneca sem bygg­ir á sam­bæri­legri tækni og Jans­sen með mRNA bólu­efn­um eins og bólu­efni Pfizer/Bi­oNTech og Moderna hafa sýnt mjög góða örvun þeg­ar horft er til mót­efna­mynd­un­ar.10, 11
  • Mjög litl­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir um virkni Jans­sen bólu­efn­is gegn delta af­brigði SARS-CoV-2 veirunn­ar sem nú hef­ur náð yf­ir­hönd­inni hér eins og víð­ar, en upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir um ágæta virkni bólu­efn­is Pfizer/Bi­oNTech gegn þessu af­brigði.12
  • Það sem af er þess­ari 4. bylgju hér­lend­is eru um 40% bólu­settra sem hafa greinst með smit SARS-CoV-2 bólu­sett­ir með bólu­efni Jans­sen. Það ber þó að túlka með var­úð. Ald­urs­hóp­ur sá sem nú er mest áber­andi hvað smit varð­ar, 18–49 ára, var að miklu leyti bólu­sett­ur með Jans­sen, um 36%, en 21% af öll­um bólu­sett­um fengu Jans­sen.
  • Marg­ir leik- og grunn­skóla­kenn­ar­ar voru bólu­sett­ir með bólu­efni Jans­sen. Þar sem delta-af­brigð­ið virð­ist hafa náð mik­illi sam­fé­lags­legri út­breiðslu er brýnt að efla varn­ir þessa starfs­stétta áður en skóla­hald hefst, sér­stak­lega í ljósi þess að börn í leik- og grunn­skól­um hafa ekki ver­ið bólu­sett í al­menn­um bólu­setn­ing­um enn­þá.

Fyr­ir­komulag: Boð­að verð­ur mið­lægt úr bólu­setn­inga­kerf­inu sem notað er fyr­ir COVID-19 bólu­setn­ing­ar út frá tíma­setn­ingu Jans­sen skammts. Fram­kvæmd­in verð­ur eins og áður á veg­um heilsu­gæsl­unn­ar á hverj­um stað.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00