Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. desember 2009

Nálg­un jól­anna verð­ur fagn­að með org­elslætti í Lága­fells­kirkju nú í fimmta skipti.

Org­an­isti og skipu­leggj­andi, Douglas Brotchie, inn­leiddi þessa hefð þeg­ar hann flutti að Eik í Mos­fells­bæ fyr­ir nokkr­um árum, og hafði þá áhuga á að efla og styrkja tón­leika­hald í sinni nýju heima­byggð.

Org­eljól verða með hefð­bundnu hætti þetta árið enda org­an­ist­inn og for­svars­mað­ur mjög vanafast­ur mað­ur. Leik­in verða nokk­ur fjöl­breytt og lit­rík org­elstykki sem Bach, meist­ari allra org­an­ista, samdi ná­kvæm­lega fyr­ir þenn­an tíma árs. Einn­ig verð­ur spiluð – í fyrsta skipti hér á landi, að því að best er vitað – svíta eft­ir Domenico Zipoli.  Zipoli þessi var mjög áhuga­verð­ur karakter, og í upp­hafi lífs­hlaups síns, stefndi hann að því að verða tón­skáld.  Seinna var hann vígð­ur prest­ur í Jesuita-regl­unni og fór á veg­um regl­unn­ar til Suð­ur Am­er­íku, þar sem hann vann kristni­boðs­st­arf, og vildi snúa frum­byggj­um lands­ins til krist­inn­ar trú­ar með að­stoð­ar­mætti tón­list­ar­inn­ar.

Douglasi til að­stoð­ar, halds og trausts verð­ur Sigrún Jóns­dótt­ir söng­kona. Hún mun syngja nokkra sálma sem til­heyra að­ventu, til að hjálpa hlust­end­um að kynn­ast sálma­lög­un­um og þann­ig und­ir­búa sig til að njóta út­færslu þess­ara sömu sálma frá hönd­um meist­ara Bachs. Þar að auki flyt­ur hún nokk­ur önn­ur lög sem hæfa stað og stund.

Org­eljól í Lága­fells­kirkju fara fram í þetta skipti fimmtu­dag 17. des­em­ber kl. 20. Að­gang­ur að Org­eljól 2009 eru ókeyp­is enda tón­leika­hald styrkt af menn­ing­ar­mála­nefnd Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00