Opnunartími fyrir gesti í þjónustuveri Mosfellsbæjar verður aukinn frá og með 14. janúar.
Opnunartími fyrir gesti í þjónustuveri Mosfellsbæjar var takmarkaður um tíma vegna Covid-19 en verður aukinn frá og með 14. janúar og verður þá samkvæmt almennum opnunartíma.
Mosfellsbær hvetur íbúa eindregið til þess að nýta áfram rafrænar leiðir svo sem netspjall, tölvupóst á mos@mos.is og í síma 525-6700.
Þá má skila gögnum í póstkassa bæjarskrifstofa í anddyri turnsins að Þverholti 2.
Opnunartími þjónustuvers Mosfellsbæjar:
- Kl. 8:00-16:00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga
- Kl. 8:00-18:00 miðvikudaga
- Kl. 8:00-14:00 föstudaga
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025