Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. janúar 2019

Þriðju­dag­inn 8. janú­ar var opn­un­ar­há­tíð Helga­fells­skóla.

Há­tíð­in hófst á skrúð­göngu frá Brú­ar­landi yfir í Helga­fells­skóla þar sem nem­end­ur og starfs­fólk skól­ans gengu fylktu liði og tóku með sér hið góða og nota­lega and­rúms­loft Brú­ar­lands í krukk­um sem var svo sleppt út í Helga­fells­skóla.

Gest­ir at­hafn­ar­inn­ar voru nem­end­ur og starfs­fólk skól­ans, full­trú­ar í ráð­um og nefnd­um bæj­ar­ins og full­trú­ar þeirra fyr­ir­tækja sem kom­ið hafa að bygg­ingu skól­ans. Við opn­un­ina fluttu bæj­ar­stjóri, Har­ald­ur Sverris­son og formað­ur fræðslu­ráðs, Kol­brún Þor­steins­dótt­ir ávörp þar sem þau fóru yfir að­drag­and­ann að stofn­un skól­ans og þeirri hug­mynda­fræði sem skól­inn mun byggja á. Nem­end­ur með að­stoð bæj­ar­full­trúa opn­uðu svo skól­ann með form­leg­um hætti.

Opið hús sunnu­dag­inn 13. janú­ar

Sunnu­dag­inn 13. janú­ar verð­ur opið hús í skól­an­um þar sem öll­um bæj­ar­bú­um og öðr­um þeim sem áhuga hafa á skóla­starf­inu er boð­ið að koma í heim­sókn í skól­ann.

Helga­fells­skóli verð­ur op­inn frá kl. 13 til 15 og verða uppá­kom­ur og skemmti­at­riði flutt af nem­end­um skól­ans.

Skólast­arf í Helga­fells­skóla hefst mánu­dag­inn 14. janú­ar í skól­an­um en í upp­hafi verða um hundrað nem­end­ur í 1. til 5. bekk. Inn­an skamms hefst svo leik­skólast­arf en í upp­hafi verð­ur um að ræða eina deild fyr­ir elstu ár­ganga leik­skóla­barna.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00