Eftirspurn er enn eftir tvískiptum tunnum fyrir pappír/pappa og plastumbúðir sem stóð íbúum í fámennari sérbýlum til boða.
Fámennari sérbýli teljast sérbýli þar sem einn eða tveir búa. Í ljósi þess hefur verið opnað aftur fyrir umsóknir um þessar tunnur og verður hægt að sækja um til og með 23. nóvember næstkomandi. Tunnunum verður dreift í framhaldi af losun fyrstu vikuna í desember.
Sækja um á þjónustugátt Mosfellsbæjar:
Þegar sótt er um tunnuna þurfa íbúar að samþykkja skilmála sem tengjast umgengni og losun á tunnunni.
Við innleiðingu á nýju flokkunarkerfi fyrir heimilissorp er nú flokkað í fjóra flokka sem hirtir eru við heimili; pappír/pappa, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang.
Tvískipta tunnu fyrir pappír/pappa og plastumbúðir kemur í stað núverandi tveggja íláta. Tvískipt tunna er 240 lítrar þar sem pappír/pappi fer í stærra hólfið og plastumbúðir í það minna.
Áður en óskað er eftir tvískiptri tunnu þurfa íbúar að meta hvort magn pappírs/pappa og plastumbúða komist fyrir í tvískiptri tunnu þar sem plastið fer í minna hólfið og pappír í það stærra. Ekki má þjappa efnunum í hólfin því þá stíflast þau, ef það gerist er ekki hægt að tæma tunnuna og verður henni þá skilað ótæmdri við húsið.
Fyrirspurnir tengdar breytingum á sorpílátum berist í gegnum ábendingarkerfi Mosfellsbæjar.
Tengt efni
Ný grenndarstöð við Bogatanga
Nú hefur nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Nýja kerfinu fylgja breytingar á grenndarstöðvum.
Umsókn um tvískiptar tunnur fyrir fámenn sérbýli
Nú geta íbúar í fámennari sérbýlum, þar sem einn eða tveir búa, sótt um að fá tvískipta tunnu fyrir pappír/pappa og plastumbúðir í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar.
Aukin tíðni sorphirðu
Skrifað var undir viðauka við verksamning um sorphirðu við Íslenska gámafélagið í dag.