Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. september 2020

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar vinn­ur að und­ir­bún­ingi stefnu­mót­un­ar í mála­flokki fatl­aðs fólks og leit­ar eft­ir þátt­töku og til­lög­um frá íbú­um Mos­fells­bæj­ar.

Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar hef­ur haf­ið und­ir­bún­ing vinnu við stefnu­mót­un í mála­flokki fatl­aðs fólks. Fyr­ir­hug­að var að hafa op­inn íbúa­fund síð­ast­lið­ið vor í Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar en vegna Covid-19 þurfti að fresta þeim fundi.

Nú hef­ur ver­ið ákveð­ið að halda fund­inn með breyttu sniði og verð­ur hann hald­inn þriðju­dag­inn 22. sept­em­ber kl. 17:00-18:30. Hið breytta snið þýð­ir að fund­ur­inn verð­ur ra­f­rænn og munu fund­ar­menn því mæta á fund­inn í gegn­um sín­ar tölv­ur eða síma. Skrán­ing á fund­inn stend­ur yfir í gegn­um vef Mos­fells­bæj­ar þar sem fund­ar­gest­ir velja sér einn áherslu­þátt til að fjalla um á fund­in­um.

Mos­fells­bær vill hvetja alla sem láta sig mál­efni fatl­aðs fólks varða, svo sem fatlað fólk, að­stand­end­ur fatl­aðra barna eða þá sem vinna með fötl­uðu fólki að taka þátt í fund­in­um og hafa áhrif á þá þær til­lög­ur og hug­mynd­ir sem unn­ið verð­ur með við stefnu­mót­un í mála­flokkn­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00