Þann 22. september kl. 17:00 – 18:30 fer fram opinn rafrænn fundur um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum fatlaðs fólks.
Mosfellsbær hvetur alla til að taka þátt sem láta sig málefni fatlaðs fólks í bæjarfélaginu varða, svo sem fatlaða íbúa, aðstandendur fatlaðs fólks og starfsmenn sem vinna með fötluðu fólki.
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar vinnur að undirbúningi stefnumótunar í málaflokki fatlaðs fólks og leitar eftir þátttöku og tillögum frá íbúum Mosfellsbæjar.
Áhersluþættir fundarins eru:
- Atvinna fatlaðs fólks
- Þjónusta sveitarfélagsins til fatlaðs fólks
- Húsnæði fatlaðs fólks
- Aðgengi (að húsnæði og upplýsingum)
- Sjálfstætt líf og búseta
- Þjónusta við fötluð börn og ungmenni
- Gildi Mosfellsbæjar í þjónustu við fatlað fólk
Athugið að við skráningu þarf að velja einn af áhersluþáttunum sjö sem þátttakandi mun vinna með á fundinum.
Tengt efni
Opinn íbúafundur og samráðsgátt
Þann 14. febrúar sl. var haldinn opinn fundur í Hlégarði með íbúum Mosfellsbæjar, hagsmunaaðilum og fulltrúum úr atvinnulífinu og tóku um 60 manns þátt í vinnu fundarins.
Aukafundur í bæjarstjórn vegna breytinga á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk
Í morgun, fimmtudaginn 22. desember, var haldinn aukafundur í bæjarstjórn.
Opinn íbúafundur mánudaginn 27. júní 2022
Kynningarfundur vegna deiliskipulags verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis að Blikastöðum.