Fundurinn verður haldinn í Hlégarði, að Háholti 2, Mosfellsbæ, miðvikudaginn 5. desember næstkomandi kl. 17:00.
Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og aðgerðir rekstraraðila til að lágmarka umhverfisáhrif vegna starfsemi urðunarstaðarins í Álfsnesi.
Dagskrá fundarins:
- Fulltrúi Umhverfisstofnunar kynnir starfsleyfi og niðurstöður eftirlits
- Fulltrúi rekstraraðila kynnir niðurstöður eftirlitsmælinga, umhverfismarkmið og aðgerðir til að draga úr lyktarmengun.
- Umræður
Hægt er að nálgast gögn er varða starfsleyfi og eftirlit á vef Umhverfisstofnunar.
Tengt efni
Ný grenndarstöð við Bogatanga
Nú hefur nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Nýja kerfinu fylgja breytingar á grenndarstöðvum.
Opnað að nýju fyrir umsóknir um tvískiptar tunnur fyrir fámenn sérbýli
Eftirspurn er enn eftir tvískiptum tunnum fyrir pappír/pappa og plastumbúðir sem stóð íbúum í fámennari sérbýlum til boða.
Umsókn um tvískiptar tunnur fyrir fámenn sérbýli
Nú geta íbúar í fámennari sérbýlum, þar sem einn eða tveir búa, sótt um að fá tvískipta tunnu fyrir pappír/pappa og plastumbúðir í gegnum þjónustugátt Mosfellsbæjar.