Fundurinn verður haldinn í Hlégarði, að Háholti 2, Mosfellsbæ, miðvikudaginn 5. desember næstkomandi kl. 17:00.
Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og aðgerðir rekstraraðila til að lágmarka umhverfisáhrif vegna starfsemi urðunarstaðarins í Álfsnesi.
Dagskrá fundarins:
- Fulltrúi Umhverfisstofnunar kynnir starfsleyfi og niðurstöður eftirlits
- Fulltrúi rekstraraðila kynnir niðurstöður eftirlitsmælinga, umhverfismarkmið og aðgerðir til að draga úr lyktarmengun.
- Umræður
Hægt er að nálgast gögn er varða starfsleyfi og eftirlit á vef Umhverfisstofnunar.
Tengt efni
Afhending nýrra tunna heldur áfram 30. og 31. maí í Hlíða- og Tangahverfi
Íbúar í eftirtöldum götum fá afhentar nýjar tunnur fyrir nýja úrgangsflokkunarkerfið samkvæmt sorphirðudagatali okkar þriðjudaginn 30. og miðvikudaginn 31. maí.
Íbúar í Hamratúni 6 fengu fyrstu tvískiptu tunnuna í Mosfellsbæ
Hjónin Sigríður Wöhler og Halldór Þórarinsson sem búa í Hamratúni 6 voru fyrstu íbúarnir til að taka við nýrri tvískiptri tunnu fyrir matarleifar og blandaðan úrgang sem er hluti af nýja úrgangsflokkunarkerfinu.
Ósk íbúa um möguleika á tvískiptum tunnum fyrir plastumbúðir og pappír/pappa
Íbúar í sérbýlum þ.e. í einbýlum, raðhúsum og parhúsum fá þriðju tunnuna afhenta þessa dagana nú þegar nýtt flokkunarkerfi verður innleitt.