Vinna við færslu Skeiðholts mun hefjast á næstu vikum en á framkvæmdatíma mun aðkoma að götum frá Skeiðholti verða takmörkuð.
Nauðsynlegt er því að setja hjáleiðir til að tryggja aðgengi íbúa Holtahverfis að húsum sínum.
Tímabundið verður opnað fyrir aðkomu íbúa að austan frá Háholti og Skólabraut en byggð vestan Skeiðholts mun tímabundið hafa aðkomu sína frá Álfatanga.
Boðað er til opins kynningarfundar á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð, föstudaginn 12. janúar 2018 kl. 12:00.