Miðvikudaginn 29. október kl. 20:00 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.
Á þessu fyrsta kvöldi mun Erla Björnsdóttir, sálfræðingur, fjalla um mikilvægi svefns hjá börnum og unglingum, hvernig best er að bregðast við svefnvanda og gefa okkur góð ráð. Erla hefur sérhæft sig í greiningu og meðhöndlun svefnvandamála. Hún hefur haldið fjölmörg námskeið og fræðslufyrirlestra um svefnvandamál og hefur nýlokið doktorsnámi í svefnrannsóknum við læknadeild Háskóla Íslands.
Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá kl. 20:00 – 21:00. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Í vetur verður lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
- 26.10.2014 – Matvendni – hvað er til ráða?
- 28.01.2015 – Kerru og keyrða kynslóðin
- 25.02.2015 – Kroppurinn er kraftaverk
- 25.03.2015 – Máttur tengslanna
Foreldrar/forráðamenn, starfsmenn leik- og grunnskóla, frístundaleiðbeindur, þjálfarar, ömmur, afar og aðrir bæjarbúar, tökum þessi kvöld frá, hittumst og eigum samræður um málefni er varða börn og unglinga í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.