Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. október 2014

Mið­viku­dag­inn 29. októ­ber kl. 20:00 verð­ur fyrsta opna hús vetr­ar­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar.

Á þessu fyrsta kvöldi mun Erla Björns­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur, fjalla um mik­il­vægi svefns hjá börn­um og ung­ling­um, hvern­ig best er að bregð­ast við svefn­vanda og gefa okk­ur góð ráð. Erla hef­ur sér­hæft sig í grein­ingu og með­höndl­un svefn­vanda­mála. Hún hef­ur hald­ið fjöl­mörg nám­skeið og fræðslu­fyr­ir­lestra um svefn­vanda­mál og hef­ur ný­lok­ið doktors­námi í svefn­rann­sókn­um við lækna­deild Há­skóla Ís­lands.

Opnu hús­in hjá Skóla­skrif­stofu eru alltaf hald­in síð­asta mið­viku­dag í mán­uði yfir vet­ur­inn í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, frá kl. 20:00 – 21:00. At­hug­ið að geng­ið er inn aust­an meg­in (Há­holts­meg­in). Að­gang­ur er ókeyp­is og öll­um op­inn.

Í vet­ur verð­ur lögð áhersla á hag­nýt ráð til for­eldra og ann­arra varð­andi upp­eldi og sam­skipti við börn og ung­linga.

  • 26.10.2014 – Matvendni – hvað er til ráða?
  • 28.01.2015 – Kerru og keyrða kyn­slóð­in
  • 25.02.2015 – Kropp­ur­inn er krafta­verk
  • 25.03.2015 – Mátt­ur tengsl­anna

For­eldr­ar/for­ráða­menn, starfs­menn leik- og grunn­skóla, frí­stunda­leið­beind­ur, þjálf­ar­ar, ömm­ur, afar og að­r­ir bæj­ar­bú­ar, tök­um þessi kvöld frá, hitt­umst og eig­um sam­ræð­ur um mál­efni er varða börn og ung­linga í Mos­fells­bæ.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00