Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. janúar 2019

Sunnu­dag­inn 13. janú­ar verð­ur opið hús í Helga­fells­skóla þar sem öll­um bæj­ar­bú­um og öðr­um þeim sem áhuga hafa á skóla­starf­inu er boð­ið að koma í heim­sókn í skól­ann.

Helga­fells­skóli verð­ur op­inn frá kl. 13 til 15 og verða uppá­kom­ur og skemmti­at­riði flutt af nem­end­um skól­ans og síð­an býðst gest­um að ganga um og skoða skól­ann.

Öll hjart­an­lega vel­komin!

Helga­fells­skóli verð­ur full­bú­inn fyr­ir 600 börn á grunn­skóla­aldri og 110 börn á leik­skóla­aldri. Stóru lín­urn­ar í skóla­stefnu skólas eru teymis­kennsla og fjöl­breytt­ar kennslu­að­ferð­ir þar sem all­ir nem­end­ur fá nám og frí­stund­ast­arf við hæfi og geta blómstrað í leik og starfi.

Hausti 2019 verð­ur skól­inn gerð­ur að 200 daga skóla fyr­ir yngri ár­ganga í grunn­skól­an­um þar sem sam­tvinn­ast kennsla og frístund. Áhersla verð­ur lögð á lýð­ræði og sam­vinnu skóla­sam­fé­lags­ins í Helga­fells­hverfi.

Þriðju­dag­inn 8. janú­ar var opn­un­ar­há­tíð Helga­fells­skóla. Há­tíð­in hófst á skrúð­göngu frá Brú­ar­landi yfir í Helga­fells­skóla þar sem nem­end­ur og starfs­fólk skól­ans gengu fylktu liði og tóku með sér hið góða og nota­lega and­rúms­loft Brú­ar­lands í krukk­um sem var svo sleppt út í Helga­fells­skóla.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00