- Leiguverð fyrir matjurtagarða er 2.500 kr. fyrir 50 m² garð
- Tekið er við umsóknum á netfangið matjurtagardar@mos.is
- Garðar verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 17. maí nk.
Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla. Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana.
Staðsetningu garða og fyrirkomulag má sjá á meðfylgjandi mynd.
Einnig eiga íbúar í Mosfellsbæ möguleika á að fá leigða matjurtagarða á vegum Reykjavíkurborgar í Skammadal. Áhugasöm geta sent tölvupóst á matjurtagardar@reykjavik.is.
Tengt efni
Haustblómin mætt
Viðhald á gönguleiðum í sumar
Trjágróður klipptur og grisjaður
Garðyrkjudeild ásamt verktökum vinnur að því að grisja og klippa á öllum opnum svæðum bæjarins þessa dagana og mun sú vinna standa fram á vorið.