Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. júní 2024

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á fundi sín­um í morg­un ráðn­ingu Ólaf­ar Krist­ín­ar Si­vertsen í starf sviðs­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

Staða sviðs­stjóra var aug­lýst þann 25. maí með um­sókn­ar­fresti til 10. júní. 35 um­sækj­end­ur sóttu um stöð­una en tveir drógu um­sókn sína til baka. Það var fyr­ir­tæk­ið In­tell­ecta sem sá um fram­kvæmd ráðn­inga­fer­ils­ins í sam­vinnu við Mos­fells­bæ.

Ólöf Kristín er með B.Ed. gráðu, kennslu­rétt­indi og leyf­is­bréf í leik-, grunn- og fram­halds­skóla frá Kenn­ara­há­skóla Ís­lands, MPH gráðu í lýð­heilsu­fræð­um frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og diplóma á meist­ara­stigi í stjórn­un mennta­stofn­ana frá Há­skóla Ís­lands. Auk þess hef­ur hún lok­ið grunn- og fram­halds­námi í mark­þjálf­un.

Ólöf býr yfir 20 ára, far­sæl­um ferli á vett­vangi fræðslu­mála og hef­ur hún í störf­um sín­um öðl­ast víð­tæka þekk­ingu á skóla- og frí­stundaum­hverfi sveit­ar­fé­laga. Und­an­farin fjög­ur ár hef­ur Ólöf starfað sem verk­efna­stjóri mats og lýð­heilsu á fag­s­viði grunn­skóla hjá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, en þar hef­ur hún m.a. unn­ið að efl­ingu innra mats og gæðastarfs grunn­skóla, veitt ráð­gjöf til skóla­stjórn­enda í mannauðs­mál­um og inn­leitt heilsu­efl­andi skólast­arf svo dæmi séu tekin. Þar áður starf­aði Ólöf sem fram­kvæmda- og fag­stjóri hjá Skól­um ehf. í sex ár. Hún hef­ur einn­ig starfað sem kenn­ari í Haga­skóla í mörg ár, deild­ar­stjóri á ung­barna­leik­skól­an­um Ár­sól, í mannauðs­deild Marel ehf. og sem skrif­stofu­stjóri við kennslu­fræði- og lýð­heilsu­deild Há­skól­ans í Reykja­vík.

Ólöf býr í Mos­fells­bæ, hef­ur mik­inn áhuga á úti­vist og gegn­ir um þess­ar mund­ir starfi for­seta ferða­fé­lags Ís­lands. Þá hef­ur hún tek­ið virk­an þátt í for­eldrastarfi í Lága­fells­skóla og verk­efn­inu Heilsu­efl­andi Mos­fells­bær um ára­bil.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00