Allur mannskapur Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar er úti að halda leiðum greiðum, bæði á umferðargötum sem á göngu- og hjólastígum.
Íbúar eru engu að síður hvattir til að halda kyrru fyrir og vera ekki á ferð að nauðsynjalausu og alls ekki á vanbúnum bílum.
Þá hefur vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu verklag um röskun á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðinna.
Tengt efni
Færð og staða moksturs í Mosfellsbæ 30. janúar kl. 22:15
Færðin er nú mjög erfið í Mosfellsbæ en sem stendur er áhersla lögð á að halda stofn- og strætóleiðum opnum.
Snjómokstur um áramótin
Gert er ráð fyrir snjókomu og skafrenningi á gamlársdag og eru starfsmenn Mosfellsbæjar og verktakar í viðbragðsstöðu vegna snjómoksturs.
Staðan á snjómokstri eftir hádegi 27. desember 2022
Allar strætóleiðir og aðalgötur voru mokaðar fyrir klukkan 7:00 í morgun.