Allur mannskapur Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar er úti að halda leiðum greiðum, bæði á umferðargötum sem á göngu- og hjólastígum.
Íbúar eru engu að síður hvattir til að halda kyrru fyrir og vera ekki á ferð að nauðsynjalausu og alls ekki á vanbúnum bílum.
Þá hefur vegna óveðurs sem nú geisar á höfuðborgarsvæðinu verklag um röskun á skólastarfi verið virkjað varðandi skólalok. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að tryggja að börn sín verði sótt í skólana, þannig að þau séu ekki ein á ferðinni í óveðrinu. Jafnframt hafa skólar verið beðnir um að tryggja að börn yfirgefi ekki skólana nema í fylgd með fullorðinna.
Tengt efni
Snjómokstur í dag mánudaginn 5. febrúar 2024
Í gær voru öll tiltæk tæki við snjómokstur í öllum hverfum bæjarins.
Snjómokstur í dag mánudaginn 29. janúar 2024
Snjómokstur hófst í nótt og eru 12 snjóruðningstæki við vinnu. Lögð var áhersla á að moka strætóleiðir og allar helstu stofn- og tengileiðir í bænum sem ættu að vera vel færar fyrir kl 7:30.
Unnið að hálkuvörnum
Klaki og svell hefur myndast í þeirri hláku sem er núna og hefur starfsfólk bæjarins unnið að því að sanda göngustíga og gangstéttar í morgun.